Um sviðið
Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða skóla- og frístundaþjónustu í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, skólahljómsveitum og fleiri stofnunum í öllum hverfum borgarinnar.
Í kraftmiklu og framsæknu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Allt faglegt starf sviðsins byggir á menntastefnu Reykjavíkurborgar; látum draumana rætast. Stefnan byggir á grunnstefjum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að menntun barns skuli beinast að því að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu þess. Tilgangurinn er að búa börn undir að lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, gagnkvæmrar virðingar, mannréttinda og vinsemdar.
Fagstarf og þjónusta sviðsins nær til yfir tuttugu þúsund barna og unglinga og eru starfsstaðir rösklega 160.
Undir skóla- og frístundasvið heyra:
- 63 leikskólar þar af þrír samreknir með grunnskólum, auk 17 sjálfstætt starfandi leikskóla. Samtals dvelja þar um 6.300 börn. Um 400 börn dvelja að jafnaði hjá um 125 dagforeldrum;
- 36 grunnskólar, auk 7 sjálfstætt starfandi grunnskólar, með alls um 15.440 nemendur.
- 37 frístundaheimili, þar af fimm samrekin með grunnskólum, með alls um 4.300 börn.
- 23 félagsmiðstöðvar með 126 þúsund skráðar heimsóknir á ári, þar af þrjár sértækar félagsmiðstöðvar með um 200 börn.
- 4 skólahljómsveitir þar sem um 520 nemendur læra á hljóðfæri;
- Námsflokkar Reykjavíkur þar sem um 100 manns stunda nám á ári hverju og njóta náms- og starfsráðgjafar.
- Um 2.500 nemendur, sem skóla- og frístundasvið greiðir með, í 20 tónlistarskólum í borginni;
- Alls starfa um 6.300 starfsmenn hjá skóla- og frístundasvíði.
- 83% starfsmanna eru konur.
Sviðsstjóri er Helgi Grímsson.
Erindi til sviðsins skulu send á netfangið sfs@reykjavik.is
Skóla- og frístundasvið veitir þjónustu í fjölbreytilegu samfélagi
- Börnin í borginni eru af minnst 97 þjóðernum og tala yfir 70 tungumál.
- Um 2.700 grunnskólanemar fá kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.
- Um 8% leikskólabarna og 25% nemenda í grunnskólum fá stuðning eða sérkennslu. Um 7% barna í frístundastarfi fá sérstakan stuðning. Að auki eru starfræktir fjórir frístundaklúbbar fyrir börn með fatlanir.

Menntastefna - Látum draumana rætast
Menntastefna Reykjavíkur til ársins 2030 byggir á grunnstefjum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að menntun barns skuli beinast að því að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu þess. Tilgangurinn er að búa börn undir að lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, gagnkvæmrar virðingar, mannréttinda og vinsemdar. Ríkur samhljómur er með mennta-stefnunni, aðalnámskrám leik- og grunnskóla og núgildandi stefnum skóla- og frístundasviðs og Reykjavíkurborgar.
Menntastefnan var mótuð í samstarfi þúsunda borgarbúa; með aðkomu barna í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi, foreldra, starfsfólks skóla- og frístundasviðs, kjörinna fulltrúa, innlendra og erlendra ráðgjafa og almennings.
Sjá menntastefnuna.
Sjá menntastefnuvefinn.
Skrifstofa skóla- og frístundasviðs
Skrifstofa skóla- og frístundasviðs er að Höfðatorgi, Borgartúni 12-14. Þar er haldið utan um stefnumótun, þróun og faglega stjórnun þeirrar fjölbreyttu þjónustu og verkefna sem unnið er að á sviðinu, auk umsýslu vegna funda skóla- og frístundaráðs. Undir skrifstofuna heyra skóla- og frístundaskrifstofur í fjórum borgarhlutum, Nýsköpunarmiðja menntamála, Miðja máls og læsis, Miðstöð útivistar og útináms og fleiri undirstofnanir sem sinna formlegu og óformlegu námi barna og ungmenna.
Hafðu samband
Erindi og fyrirspurnir má senda í tölvupósti á sfs@reykjavik.is
Sími þjónustuvers Reykjavíkurborgar er 4 11 11 11
Tölfræði og frekari upplýsingar
Mælaborð borgarbúa sýnir nýjustu tölfræði er varðar skóla- og frístundastarf í borginni.
Ársskýrslur skóla- og frístundasviðs innihalda fjölbreyttar upplýsingar um starfsemi og þjónustu sviðsins
Skóla- og frístundastarf í tölum
Grunnskólastarf í tölum
Starfsáætlanir skóla- og frístundasviðs
Allar helstu fréttir af sviðinu
Skóla- og frístundasvið er á Facebook og Instagram miðlar þar margvíslegum fréttum og tíðindum úr starfi sviðsins.