Heimilisfriður (hét áður Karlar til ábyrgðar), meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum býður gerendum ofbeldis í nánum sambönd upp á meðferð. Meðferðin er í höndum sálfræðinganna Einars Gylfa Jónssonar og Andrésar Ragnarssonar.
Upplýsingar og viðtalsbeiðnir eru í síma 5553020.
Meðferðarúrræði á Norðurlandi: Í desember 2011 var sett á fót meðferðarúrræði á vegum Heimilisfriðar á Akureyri, sem ætlað er að þjóna Norðurlandi. Kristján Már Magnússon sálfræðingur annast verkefnið fyrir hönd Heimilisfriðar. Hægt er að hafa beint samband við Kristján í síma 460 9500 og 460 9500. Auk þess er hægt að hafa samband við síma Heimilisfriðar 555 3020 og 555 3020.
Allir sem leita til Heimilisfriðar byrja í einstaklingsviðtölum. Til að byrja með er skjólstæðingnum boðið upp á allt að 4 greiningarviðtöl, þar sem vandinn er metinn og lagt á ráðin um framhaldið. Að því loknu getur verið um að ræða áframhaldandi einstaklingsviðtöl eða hópmeðferð.
Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar, félagsþjónusta eða lögregla vísa málum til okkar.
Ekki er boðið upp á hjónameðferð, en mökum er alltaf boðið upp á 2 viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem lagðar eru til grundvallar.
Auk þess er mökum sem þess þurfa boðið upp á sálfræðilega meðferð. Þessi aukni stuðningur við maka er nýjung og ekki beint tengd við meðferð gerandans. Með því að bjóða annars vegar upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir og hins vegar stuðnings- og meðferðarviðtöl við þolendur er undirstrikað að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Monika Skarphéðinsdóttir sálfræðingur hefur sinnt makaviðtölum síðan 2011.
Ekki er boðið upp á hjónameðferð, en mökum er alltaf boðið upp á 2 viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem lagðar eru til grundvallar.
Auk þess er mökum sem þess þurfa boðið upp á sálfræðilega meðferð. Þessi aukni stuðningur við maka er nýjung og ekki beint tengd við meðferð gerandans. Með því að bjóða annars vegar upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir og hins vegar stuðnings- og meðferðarviðtöl við þolendur er undirstrikað að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Monika Skarphéðinsdóttir sálfræðingur hefur sinnt makaviðtölum síðan 2011.
Heimilisfriði er einnig ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings.
Starfsþjálfun og ráðgjöf: Frá upphafi hefur Heimilisfriður/ KTÁ sótt sér fyrirmynd af starfseminni til Alternativ til Vold í Noregi og er nú meðlimur að regnhlífarsamtökum undir forystu ATV, þar sem fyrir eru meðferðarstöðvar frá Svíþjóð, Danmörku og víðar.
Starfsþjálfun og ráðgjöf: Frá upphafi hefur Heimilisfriður/ KTÁ sótt sér fyrirmynd af starfseminni til Alternativ til Vold í Noregi og er nú meðlimur að regnhlífarsamtökum undir forystu ATV, þar sem fyrir eru meðferðarstöðvar frá Svíþjóð, Danmörku og víðar.