Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um aldur.
Verkefni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu sem tengjast aldri má sjá í aðgerðaráætlun í mannréttinda- og lýðræðismálum 2019 til og með 2022.









Hér er að finna nokkur verkefni sem skrifstofan hefur sinnt og snúa að aldri:
Öldungaráð
Öldungaráð er vistað á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og er nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ráðið mun stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi Reykjavíkurborgar við hagsmunasamtök hópsins, móta stefnu og gera tillögur til borgarráðs sem varðar verksvið þess.
Ofbeldi gegn börnum
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi og allra síst á heimili sínu. Hér er síða með upplýsingum um ofbeldi gegn börnum. Þar eru þjónustuleiðir sem hægt er að leita sér hjálpar og upplýsingar kortlagðar, upplýsingar um tilkynningarskyldu og listuð verkefni, bæklingar og rannsóknir um ofbeldi gegn börnum.
Við og börnin okkar
Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa hefur gefið út bæklinginn Við og börnin okkar bæði á íslensku og ensku, og íslensku og pólsku. Bæklingurinn er einfaldur leiðarvísir fyrir foreldra og aðstandendur barna um ábyrgð og skyldur, réttindi barna, menntun og velferð.