Tilboð voru opnuð 3. október 2019. Niðurstöðu má sjá í fundargerð.

Skipting lóðanna er eftirfarandi:

Fyrirvari: Upplýsingar sem eru gefnar í töflu um stærð lóða er að finna í lóðaruppdrætti lóðanna Álfabakki 2a-2d en upplýsingar um byggingarmagn, bílakjallara og stæði á lóð auk kjallara er að finna í deiliskipulagi fyrir Álfabakka 2a-2d. Stangist þessar upplýsingar á við upplýsingar gefnar í lóðaruppdrætti eða deiliskipulagi, gilda upplýsingar sem fram koma á lóðaruppdrætti og deiliskipulagi framar ofangreindri töflu.

Leitað er eftir tilboðum í allan byggingarrétt hverrar lóðar fyrir sig. Aðeins lögaðilar geta boðið í byggingarrétt hverrar lóðar. Heimilt er að bjóða í allar lóðirnar, þ.e. fyrir Álfabakka 2a, 2b, 2c, og 2d, en gefa verður eitt stakstætt tilboð í hverja lóð.

Skilafrestur tilboða til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, er til kl. 13:00 þann 3. október 2019. Tilboð verða opnuð kl. 13:15 sama dag, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. 

Tengd skjöl