Sýna allt Loka öllu

Hvernig sæki ég um vinnu hjá Reykjavíkurborg?

Öll laus störf hjá Reykjavíkurborg eru auglýst starfasíðu borgarinnar.

Hvað kostar að leggja í bílastæði í Reykjavík?

Það eru fjögur mismunandi gjaldsvæði í borginni og fjölbreyttir greiðslumöguleikar til staðar. Nánari upplýsingar má finna á síðu bílastæðasjóðs.

Hvað eru mörg bílastæðahús í Reykjavík?

Reykjavíkurborg rekur sjö bílastæðahús: Stjörnuport, Vitatorg, Kolaport, Vesturgata, Ráðhúsið, Traðarkot og Bergstaðir. Verðið er mismundandi á milli bílastæðahúsa. Nánari upplýsingar um gjaldskrá, opnunartíma, fjölda stæða, laus stæði og nánari staðsetningu má finna á síðu bílastæðasjóðs.

Hvað eru stöðvunarbrotagjöld?

Stöðvunarbrotagjöld eru tvenns konar. Annars vegar aukastöðugjöld sem lögð eru á bifreiðar þar sem ekki hefur verið greitt fyrir afnot gjaldskylds bílastæðis eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma. Hins vegar eru stöðubrotsgjöld sem lögð eru á ökutæki vegna ólöglegra lagninga skv. nánari heimildum umferðarlaga.

Er hægt að andmæla sekt?

Hægt er að senda inn beiðni um ósk um endurupptöku ákvörðunar um álagningu stöðvunarbrotagjalds innan 28 daga frá dagsetningu álagningar. Almennur afgreiðslutími er 2-4 vikur.

Hverjir eiga rétt á íbúakorti?

Íbúar með lögheimili á gjaldskyldum svæðum í Reykjavík, þar sem ekki er bílastæði á lóð, geta sótt um íbúakort. Leigjandi skal framvísa þinglýstum leigusamningi auk samþykkis eiganda íbúðar. Heimilt er að gefa út eitt kort fyrir hverja íbúð. Umsækjandi skal vera eigandi eða umráðamaður bifreiðar skv.ökutækjaskrá. Bifreið skal ekki vera lengri en 5,3 metrar eða breiðari en 2,0 metrar. Umsækjandi skal vera skuldlaus við Bílastæðasjóð. Athugið þessi listi er ekki tæmandi, Hægt er að sækja um íbúakort og nálgast nánari upplýsingar má finna á síðu Bílastæðasjóðs.

Hvar get ég séð álagningu fasteignagjalda?

Hægt er að nálgast álagningaseðla fasteignagjalda á Mínum síðum/Rafrænni Reykjavík.

Hvar get ég nálgast greiðsluseðla vegna fasteignagjalda?

Fasteignagjöld eru innheimt í netbönkum og hægt er að nálgast greiðsluseðla þar undir rafræn skjöl/netyfirlit.

Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda eru almennt ekki póstlagðir nema þess sé sérstaklega óskað. Hægt er að óska eftir greiðsluseðli á Mínum síðum/Rafrænni Reykjavík

Hvernig virkar afsláttur af fasteignagjöldum?

Ekki þarf að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda. Fjármálaskrifstofa framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi samkvæmt skattframtölum elli-og örorkulífeyrisþega. Hægt er að sjá nánar um afslátt af fasteignagjöldum

Hvar nálgast ég nánari upplýsingar?

Nánari upplýsingar um fasteignagjöld er að finna á www.reykjavik.is/fasteignagjold 

 

 

Skráning í frístundaheimili fyrir skólaárið 2021-2022 hefst miðvikudaginn 3. mars

 

Hvernig skrái ég barnið mitt í frístundaheimili?

Skráning fer fram í gegnum Völu frístund í febrúar/mars ár hvert. Sækja þarf um á hverju ári og umsóknin gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní).

Hvað kostar að vera með barn á frístundaheimili?

Gjaldskrá frístundaheimila er aðgengileg hér  

Hver er skráður greiðandi fyrir frístundaheimilið?

Sá sem skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og byrjar umsóknarferlið er skráður greiðandi fyrir frístundaheimilinu.

Hvaða frístundaheimili er við skóla barnsins míns?

Hér er hægt að sjá öll frístundaheimili í borginni eftir hverfum og við hvaða skóla þau starfa. Hér er einnig hægt að nálgast upplýsingar um heimasíður, heimilisföng og símanúmer frístundaheimilanna.

Hvernig er haft samband við mig og af hverju?

Forstöðumaður frístundaheimilis nýtir skráð netföng til þess að koma skilaboðum áleiðis til foreldra. Foreldrar/forsjáraðilar fá þá almennar fréttir úr starfinu, tilkynningar og aðrar upplýsingar. 

Eru frístundaheimili opin á skólafrídögum?

Já, á foreldradögum, starfsdögum og í jóla- og páskafríum skólanna eru frístundaheimilin opin frá kl. 8:00 og þarf að skrá sérstaklega á þá daga. Frístundaheimilin eru lokuð í vetrarfríum grunnskólanna.

Hvað er lengd viðvera?

Lengd viðvera er þegar þjónusta í frístundaheimilum er nýtt kl 8:00-13:40 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum. Greiða þarf sérstaklega fyrir þá þjónustu. Þá daga geta börnin engu að síður dvalið á frístundaheimilunum frá kl. 13:40 - 17:00 án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Óskað er eftir skráningu á þessa daga á hverjum stað fyrir sig. Ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun á þessum dögum.

Hvernig skrái ég barnið mitt í lengda viðveru?

Þú sækir um lengda viðveru á umsóknarvefnum Vala Frístund.

Hvað kostar lengd viðvera?

Ef þjónusta er nýtt kl. 8:00 - 13:40 á foreldraviðtalsdögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það samkvæmt gjaldskrá. Þá daga geta börnin engu að síður dvalið á frístundaheimilunum frá kl. 13:40 - 17:00 án þess að greiða sérstaklega fyrir það. Ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun á þessum dögum.

Hvernig breyti ég vistunartíma á frístundaheimili?

Inni á Völu frístund skráir foreldri/forsjáraðili sig inn og getur þar séð núverandi skráningu og breytt skráningunni.

Hvað er frístundastyrkur/Frístundakort Reykjavíkurborgar?

Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Markmið og tilgangur Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frekari upplýsingar má finna hérna.

Hvernig nýti ég frístundastyrk/Frístundakortið til að greiða fyrir frístundaheimili?

Vegna breytinga á kerfi frístundakortsins koma leiðbeiningar fyrir nýtt kerfi inn í febrúar 2021

 

Er hægt að nýta frístundastyrk/Frístundakort til að greiða fyrir sumarstarf frístundaheimilanna?

Nei, ekki er hægt að nota Frístundakortið á hefðbundin sumarnámskeið sem eru viku í senn.  Frekari upplýsingar má finna hérna.

Hvar get ég fengið yfirlit yfir skráningu barnsins míns?

Foreldri/forsjáraðili getur farið inn á Völu frístund og séð yfirlit yfir skráningu barna sinna. Þar sjá foreldrar/forsjáraðilar í hvaða frístundaheimili barnið er skráð. Einnig sjá foreldrar/forsjáraðilar þá daga sem barnið er skráð, hvort það má fara sjálft heim og klukkan hvað. Foreldri/forsjáraðili getur breytt skráningu barna sinna á sama stað.

Hvernig segi ég upp vistun?

Til þess að segja upp vistun fer foreldri/forsjáraðili inn á Völu frístund. Athugið að til þess að uppsögn taki gildi um næstu mánaðarmót þarf að segja upp fyrir 15. hvers mánaðar.

Er sumarstarf í frístundaheimilinu?

Á sumrin eru frístundaheimilin með vikulöng námskeið og er opið frá 8-17. Frekari upplýsingar um sumarnámskeiðin má finna á www.fristund.is 

Yfir hvaða tímabil nær sumarstarfið?

Sumarstarfið er frá því að grunnskólum lýkur að vori og þar til skólastarf hefst að hausti. Frístundaheimilunum er lokað í 3-4 vikur í júlí vegna sumarfría.

Hvernig skrái ég í sumarstarf frístundaheimilisins?

Foreldri/forsjáraðili skráir barn sitt  í sumarstarf frístundaheimilis með því að fara inn á sumarvef Völu frístund.

Hvað kostar sumarstarf frístundaheimilisins?

Gjaldskrá frístundaheimilanna er aðgengileg hér

Hvað þarf barnið mitt að hafa með sér í sumarfrístund?

Börnin þurfa að vera klædd eftir veðri, mæta með hollt og gott nesti til dagsins; morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu ásamt brúsa til að drekka úr. 

Hvaða næring stendur til boða í frístundaheimilum?

Börn sem dvelja í frístundaheimilum eftir skóla fá  þar síðdegishressingu. Nánari upplýsingar um síðdegishressinguna má finna hér.

Hvar get ég fengið aðstoð við að ráðstafa frístundastyrknum?

Á þjónustumiðstöðvum borgarinnar geta foreldrar/forsjáraðilar fengið aðstoð við að ráðstafa frístundastyrknum. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver borgarinnar í síma 411 1111 og fá aðstoð. Upplýsingar um frístundastyrkinn má nálgast hér

Hvar sé ég hvað barnið mitt þarf að taka með sér á heilum dögum í frístundaheimilinu?

Hvert frístundaheimili sendir upplýsingar til foreldra/forsjáraðila varðandi heilu dagana í tölvupósti. Hafðu samband við starfsfólk á frístundaheimili barnsins þíns fyrir frekari upplýsingar. 

Hvernig veit ég að skráning hafi komið í gegn?

Tengiliðir fá tölvupóst þegar umsókn er móttekin og svo aftur þegar umsókn er samþykkt og barnið hefur fengið pláss á frístundaheimilinu.

Hvað er stuðningur?

Ef barn hefur sérþarfir af einhverju tagi er hægt að óska eftir stuðningi í starfi frístundaheimilanna. Til þess þarf að ræða við forstöðumann frístundaheimilis. Forstöðumaður vinnur einstaklingsáætlun í samvinnu við foreldra/forsjáraðila og sendir inn til Þekkingarmiðstöðvar í málefnum fatlaðra barna sem úthlutar stuðningi í frístundastarfi borgarinnar. 

Þarf ég að borga fyrir að vera með stuðning fyrir barnið mitt?

Foreldrar/forsjáraðili greiða ekki fyrir stuðning í frístundastarfi hjá Reykjavíkurborg. 

Getur barnið mitt fengið aðstoð þó það sé ekki komið með greiningu?

Greining af einhverju tagi er ekki forsenda fyrir stuðningi í frístundastarfi og er það því metið hverju sinni hvort tilefni er til þess að veita stuðning. 

Fyrir hvaða tíma þarf að afskrá af námskeiði í sumarfrístund til að fá ekki rukkun?

Hægt er að óska eftir afskráningu í síðasta lagi viku áður en námskeið hefst inni á sumarvef Völu frístund eða með því að hafa samband við viðkomandi frístundamiðstöð eða starfsstað. Sé það hinsvegar ekki gert þarf að greiða fyrir námskeiðið/þjónustuna að fullu. Ef ekki næst í viðkomandi starfsstað/frístundamiðstöð er hægt að hafa samband við Reykjavíkurborg í síma 411-1111. 

Get ég skráð barnið bara ákveðna daga?

Skráning í frístundaheimili fer eftir vikudögum, það er því hægt að skrá á ákveðna vikudaga. 

Af hverju kostar ekki minna ef barnið er í vistun í styttri tíma á dag?

Á frístundaheimilum er gjald tekið fyrir hvern dag fyrir sig en ekki klukkustundir og þess vegna hefur vistunartími barnsins dag hvern ekki áhrif á kostnað.

Get ég fengið fellt niður gjald í jóla og páskafríum ef barnið mætir ekki þá?

Nei, ekki eru felld niður gjöld ef börn mæta ekki staka daga. Hægt er að óska eftir að gjald sé lækkað um 50% ef barn er frá frístundastarfi lengur en 4 vikur vegna veikinda gegn framvísun læknisvottorðs.

Af hverju lækkar reikningurinn í heimabankanum ekki við að úthluta frístundastyrknum?

Það tekur yfirleitt 2-3 virka daga fyrir reikning að lækka þegar frístundastyrk hefur verið úthlutað. 

 

Er hægt að nýta frístundastyrkinn sem greiðslu fyrir síðdegishressingu?

Nei, frístundastyrkurinn lækkar bara þann hluta kostnaðarins sem er fyrir vistun barnsins í frístundaheimilinu. Alltaf er greitt fyrir síðdegishressingu.

 

Innritun í grunnskóla fyrir skólaárið 2021-2022 hefst miðvikudaginn 3. mars

 

Hvernig sæki ég um í grunnskóla fyrir barnið mitt?

Innritun í grunnskóla fer fram í gegnum Rafræna Reykjavik. Þaðan fer umsóknin rafrænt til viðkomandi skóla og foreldrar/forsjáraðilar fá staðfestingu um móttöku umsóknar í „Síðan mín“. Þegar skóli hefur samþykkt skólavist berst tölvupóstur því til staðfestingar.

Hvar sæki ég um í sjálfstætt starfandi grunnskóla fyrir barnið mitt?

Innritun í sjálfstætt starfandi grunnskóla fer fram hjá hverjum skóla fyrir sig. Fari barn ekki í hverfisskóla heldur í sjálfstætt starfandi skóla, sérskóla eða flytjist burt, þarf að láta skólayfirvöld vita um þá tilhögun.

Hvar geta foreldrar verðandi 1. bekkinga aflað sér upplýsinga um skólabyrjun?

Verðandi 1. bekkingar fá sent bréf vorið sem þau eiga að byrja í skóla. Þar eru allar helstu upplýsingar um skráningu. Nánari upplýsingar um skólabyrjun eru á heimasíðum hvers skóla fyrir sig. Skráning nemenda í 1. bekk fer fram í kringum mánaðamótin febrúar/mars. Ekki er hægt að sækja um fyrir þann tíma.

Hvernig sé ég í hvaða skólahverfi ég bý?

Farið er inn á https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/ og smellt á "Opna valglugga" og þar er valið "Borgarskipting" og "Grunnskólahverfi". Þá birtist götukort af Reykjavík með skilgreindum skólahverfum.

Get ég sótt um grunnskóla fyrir barnið mitt sem er ekki hverfisskólinn?

Já, samkvæmt Reglum um skólahverfi, umsókn og innritun í grunnskóla Reykjavíkurborgar. Nemendur með lögheimili í tilteknu skólahverfi eiga afdráttarlausan rétt á skólavist í hverfisskóla og hafa því forgang. Skóli tekur inn nemendur utan skólahverfis nema húsnæði hamli eða aðrar lögmætar ástæður.

Hvernig sæki ég um skólaskipti fyrir barnið mitt?

Ef eldri nemendur í hverfisskólum skipta um skóla þarf að tilkynna það til þess skóla sem nemandinn er að hætta í sem síðan lætur skólayfirvöld vita. Sótt er um skólaskipti á Rafrænni Reykjavík. Þetta á ekki við um einkaskóla og sérskóla.

Get ég sótt um skólavist fyrir barnið mitt í öðru sveitarfélagi en lögheimili þess segir til um?

Já, umsóknir um slíkt verða að hafa borist ár hvert fyrir 1. apríl. Þú þarft að skila umsóknaeyðublaði sem má nálgast hér. Sé umsókn samþykkt sér Reykjavíkurborg um að greiða því sveitarfélagi sem nemandi stundar nám í.

Hvar sæki ég um skólamat fyrir barnið mitt?

Skráning í mötuneyti fer fram í Rafrænni Reykjavík. Verðið er það sama í öllum skólum borgarinnar en ekki þarf að greiða fyrir fleiri en tvö börn frá hverju heimili óháð skólastigi. Upplýsingar um matseðla má nálgast á heimasíðu hvers skóla fyrir sig. Mataráskrift heldur áfram næsta skólaár nema henni sé sagt upp.

Stendur börnum í grunnskólum Reykjavíkur til boða aðstoð vegna sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félaglegra örðugleika og/eða fötlunar?

Já. Grunnskólar Reykjavíkur fá sérstaka fjárúthlutun vegna barna með fatlanir og miklar sérþarfir í námi, meðal annars vegna geðraskana og annarra alvarlegra hegðunarvandamála. Skólastjóri sér um að fylla út umsókn um fjárúthlutun ásamt greiningargögnum og senda til skóla- og frístundasviðs. Úthlutað er í júní og endurskoðun úthlutunar fer fram í október.

Eru einhverjar sérdeildir í grunnskólum Reykjavíkur?

Já nokkrar sérdeildir með sérhæft hlutverk eru í grunnskólum Reykjavíkur. Þær þjóna börnum úr öllum hverfum borgarinnar. Sex sérdeildir eru fyrir nemendur með einhverfu. Í Hlíðaskóla er starfrækt táknmálssvið fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur.

Hvernig sæki ég um skólavist fyrir barnið mitt í sérdeild?

Foreldrar sækja um skólavist í deildunum á sérstöku eyðublaði. Með umsókn þurfa að fylgja greiningargögn og skýrslur leik- eða grunnskóla vegna nemandans eftir því sem við á. Umsóknum skal skilað til skóla- og frístundasviðs eða til skólanna fyrir 1. mars ár hvert. Inntökuteymi, sem í sitja skólastjórar og deildarstjórar deildanna ásamt fulltrúa skóla- og frístundasviðs, fjallar um umsóknir um skólavist. Ákvörðun um inntöku skal svara skriflega fyrir 15. apríl.

Eru einhverjir sérskólar í Reykjavík?

Já skólarnir Klettaskóli og Brúarskóli eru sérskólar á vegum Reykjavíkurborgar. Skólarnir eru fyrir börn sem eru á grunnskólaaldri og með greiningu frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, barna- og unglingageðdeild Landspítala, Heyrnar- og talmeinastöð eða Sjónstöð Íslands.

Hvernig er sótt um í sérskóla?

Foreldrar skila umsókn til skólanna fyrir 1. mars ár hvert. Með umsókn fylgi greiningargögn og skýrslur leik- eða grunnskóla vegna nemandans eftir því sem við á. Fagráð um innritun er við skólann sem fjallar um og gerir tillögur um afgreiðslu umsókna. Hægt er að sækja um skólavist í Klettaskóla rafrænt á heimasíðu skólans.

Skólavist í Brúarskóla er tímabundið úrræði í 1 eða 2 annir, með það að markmiði að gera nemendur hæfari til að stunda nám í almennum grunnskóla.Til þess að sækja um skólavist í Brúarskóla þarf að skila inn umsókn til skólans á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu skólans. Umsókn um skólavist í Brúarskóla.

Hvernig sæki ég um leikskóla?

Sótt er um leikskóla á Völu leikskóla

Hvenær á ég að sækja um fyrir barnið mitt í leikskóla?

Foreldrar/forsjáraðilar skrá börn á biðlista við eins árs aldur og raðast börnin á listann eftir fæðingardegi og ári. Sækja má um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð.

Hvernig veit ég hvenær barnið mitt fær pláss?

Foreldrar/forsjáraðilar fá sendan tölvupóst þegar leikskólastjóri býður barni pláss á leikskóla. Í reglum Reykjavíkurborgar er miðað við að börn sem orðin eru 18 mánaða 1. september ár hvert fái boð um leikskólavist það haust.

Hvenær er innritað í leikskóla?

Innritað er í leikskóla allt árið eftir því sem pláss losna í leikskólum. Lausum leikskólaplássum fyrir næsta haust er úthlutað að vori, oftast um miðjan mars.

Hversu gömul eru börn þegar þau byrja í leikskóla?

Miðað er við að börn sem orðin eru 18 mánaða 1. september ár hvert fái boð um leikskóladvöl það sama haust. Börn með samþykktan forgang geta byrjað í leikskóla við 12 mán. aldur.

Hvað kostar að vera í leikskóla og hvað er innifalið í leikskólagjaldinu?

Hér má nálgast upplýsingar um gjaldskrá leikskóla.

Eru einhverjir afslættir veittir af leikskólagjöldum?

Já, hægt er að sækja um afslátt ef báðir foreldrar eru í námi, annað foreldri eða bæði eru öryrkjar, einstæðir foreldrar og starfsmenn leikskóla Reykjavíkur. Sækja þarf um afslætti á Vala leikskóli og skila viðeigandi gögnum. Systkinaafsláttur er veittur í skóla- og frístundastarfi borgarinnar og reiknast sjálfkrafa. Sjá nánar hér.

Hvað fær barnið mitt að borða í leikskólanum?

Í leikskólum borgarinnar fá börnin daglega morgunverð, hádegisverð og nónhressingu. Áhersla er lögð á hollan mat sem uppfyllir hollustuviðmið Landlæknisembættisins.

Mikilvægt er að foreldrar upplýsi leikskólastarfsfólk ef börn þeirra geta ekki borðað allan mat vegna mataróþols, ofnæmis eða af trúarlegum ástæðum.

Hverjir hafa forgang að leikskóla?

Sækja má um forgang að leikskóla fyrir barn ef sérstakar aðstæður mæla með því, sjá nánar hér

Ég bý ekki í Reykjavík, get ég samt sótt um leikskóla í Reykavík?

Já, hægt er að sækja um leikskóla í Reykjavík og barn þá skráð á biðlista. Barn getur ekki hafið vistun í leikskóla nema lögheimili þess sé skráð í Reykjavík.

Hvaða leikskólar eru í mínu hverfi?

Hægt er að sjá yfirlit yfir leikskóla eftir hverfum hér

Þarf ég að velja leikskóla í sama hverfi og ég bý í?

Nei, það er hægt að sækja um leikskóla í hvaða hverfi sem er.

Get ég flutt barnið mitt á milli leikskóla?

Þegar barn hefur hafið vistun þá er hægt að sækja um flutning í annan leikskóla í gegnum Vala leikskóli (krækja)

Ef barnið mitt byrjar í sjálfstætt starfandi leikskóla er það ennþá á biðlista vegna leikskóla í Reykjavík?

Þegar barn byrjar í sjálfstætt starfandi leikskóla fellur það út af biðlista í leikskólum borgarinnar. Foreldrar geta sótt um flutning í leikskóla borgarinnar gegnum Vala leikskóli (umsokn.vala.is)

Hvaða leikskólar hafa ungbarnadeildir?

Lista yfir leikskóla með ungbarnadeildir má sjá hér

Hver er vistunartími leikskóla?

Almennt eru leikskólar borgarinnar opnir frá kl. 7:30 til 16:30/17:00 og börn geta verið í leikskólanum í 4 - 9 1⁄2 klst. á dag.

Hvað er dvalarsamningur?

Áður en leikskóladvöl barns hefst gera viðkomandi leikskóli og foreldrar/forsjáraðilar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar/forsjáraðilar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá skóla- og frístundasviðs og reglur um leikskólaþjónustu og skuldbinda sig til þess að hlíta þeim eins og þær eru á hverjum tíma.

Er sumarfrí í leikskóla?

Börn sem dvelja í leikskólum Reykjavíkurborgar taka að lágmarki tuttugu virka daga í sumarleyfi.  Gjöld falla niður þann tíma.

Eru önnur frí?

Leikskólar eru lokaðir sex daga á ári vegna skipulagsdaga. Þrír þeirra skulu vera á sama tíma og starfsdagar starfsfólks eða frídagar nemenda í grunnskólum en hinir þrír geta verið ýmist hálfir dagar eða heilir. Leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa.

Leikskólagjöld eru felld niður vegna virkra daga milli jóla og nýárs vegna barna sem ekki sækja leikskóla á þeim tíma. Foreldrar sækja þá um niðurfellingu gjalda  í Rafrænni Reykjavík fyrir 10. desember ár hvert.

Hvað er aðlögun?

Aðlögun er þegar barni, foreldrum og starfsfólki gefst tími til þess að kynnast. Barnið  aðlagast leikskólastarfinu og lærir á  nýjar kringumstæður. Aðlögun getur verið með mismunandi hætti eftir leikskólum.  Frá fyrsta degi er lögð áhersla á að byggja upp góð tengsl á milli leikskólans og fjölskyldu barnsins. Foreldrar fá frekari upplýsingar um aðlögun þegar barni hefur verið boðið pláss á leikskóla.

Eru allir leikskólar eins?

Leikskólar í Reykjavík vinna eftir lögum og reglugerðum og aðalnámskrá leikskóla. Áherslur í starfi leikskóla geta verið ólíkar. Sjá nánar á heimasíðu hvers leikskóla.

Barnið mitt er með sérþarfir, hvernig sný ég mér varðandi það?

Börn sem þurfa á sérstökum stuðningi/sérkennslu að halda samkvæmt mati viðurkenndra greiningaraðila fá stuðning/sérkennslu í leikskólanum að undangenginni samþykkt úthlutunarteymis sérkennslu skóla- og frístundasviðs.

Hvar finn ég rafrænar umsóknir?
Allar rafrænar umsóknir er að finna á Mínum síðum/Rafrænni Reykjavík. Einnig er þarna að finna umsóknir á eyðublöðum sem má annað hvort fylla út og senda með tölvupósti eða prenta út og skila í þjónustuver/þjónustumiðstöð. 


Ég hef aldrei notað Mínar síður/Rafræn Reykjavík?
Þá þarf að byrja á nýskráningu eða nota rafræn auðkenni eða íslykil. Ef þú hefur beðið um nýtt lykilorð í heimabankann þinn þá getur þú nálgast það í rafræn skjöl/netyfirlit, það tekur um það bil 10 mínútur að berast.


Ég hef týnt lykilorðinu mínu á Mínar síður/Rafræn Reykjavík?
Þá þarf að óska eftir nýju lykilorði. Einnig er hægt að auðkenna sig með því að nota íslykil eða rafræn skilríki.

Hvenær eru tunnur losaðar í mínu hverfi?

Allar upplýsingar um losun má finna í sorphirðudagatali borgarinnar.

Hvað kostar að fá tunnur?

Rukkað er samkvæmt gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavík. Gjaldi er ætlað að standa undir kostnaði við ílát, hirðu og förgun úrgangs.

Hvernig á ég að flokka í tunnurnar?

Í grænu tunnuna fer hreint plast en í þá bláu fer pappír og pappi. Mikilvægt er að hreinsa allar matar- og efnaleifar og minnka rúmmál eins og mögulegt er áður en það er sett í tunnurnar. Gráa tunnan og spartunnan eru ætlaðar fyrir blandaðan úrgang frá heimilum. Hér má finna ítarlegri leiðbeiningar um hvernig á að flokka í tunnurnar.     

Hvernig tunnur eru í boði?

 Þú getur valið um 4 tegundir af tunnum hjá Reykjavíkurborg. Skoðaðu tunnurnar og reiknivélina á síðu Sorphirðunar.

Hvernig fjölga ég eða fækka tunnum við heimili mitt?

Á síðu Sorphirðunar getur þú fjölgað eða fækkað tunnum við heimilið þitt (velur hnapp niðri í hægra horninu á síðunni). Einnig er hægt að senda tölvupóst á sorphirda@reykjavik.is

Er gott aðgengi að tunnunni minni?

Aðgengi að tunnum undir heimilisúrgang í borginni er misjafnlega gott en mikilvægt er að hafa nokkur atriði í huga til að hafa aðstöðuna sem besta.

Hvar er næsta grenndarstöð?

Alls eru 57 grenndarstöðvar í Reykjavík og 85 á höfuðborgarsvæðinu. Þeim er ætlað að taka á móti úrgangi endurvinnsluefni frá heimilum. Á öll­um grennd­ar­stöðvum eru gám­ar und­ir papp­ír og plast og á flest­um þeirra eru nú komn­ir gám­ar und­ir gler. Gámur fyrir málma er á Freyjutorgi í miðborg Reykjavíkur og í hverfi 110.

 

Hvenær verður gatan mín rudd?

Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs. Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfarnar einkabílum, mikil hálka, eða snjódýpt meiri en 15 sm. Undantekning getur verið gerð ef hætta er á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast. Snjóhreinsun takmarkast við að gera þessar götur akfærar. Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningur sem Reykjavíkurborg sér ekki um að hreinsa. Það fellur því í hlut íbúanna sjálfra að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum. Nánari upplýsingar um snjómokstur.

Hvar get ég nálgast salt eða sand yfir vetrartímann?

Hægt er að nálgast salt eða sand á hverfastöðvum Reykavíkurborgar.

 

Hvar get ég nálgast upplýsingar um starfsferil minn hjá Reykjavíkurborg?

 • Þú skráir þig inn á þjónustuvef til að senda beiðni um starfsvottorð.
 • Nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til auðkenningar.
 • Miða skal upplýsingarnar við síðasta vinnustað hjá Reykjavíkurborg.
 • Vottorðið verður sent í tölvupósti. Vinsamlegast gefið upp á þjónustuvefnum gilt tölvupóstfang og farsímanúmer (ef þörf verður á að hafa samband við viðtakanda).
 • Erindið verður afgreitt innan tveggja vikna frá móttökudegi. Vinsamlegast takið skýrt fram ef erindið varðar starfsvottorð fyrir Vinnumálastofnun.

Athugið að afgreiðslutími starfsvottorða getur verið mjög misjafn, allt eftir hversu langt aftur í tímann þarf að leita upplýsinga.

Hvað er starfsvottorð?

Starfsvottorð er staðfesting fyrri vinnuveitanda á þeim starfstíma og starfsheiti sem starfsmaður sinnti. Þau eru meðal annars notuð til að staðfesta reynslu og starfsaldur einstaklinga.

Starfsvottorð frá öðrum vinnuveitendum geta því haft áhrif á álag á laun starfsmanns til hækkunar og veikindarétt (vinna hjá sveitafélögum eða ríki).

Hvað kostar að fara í sund í Reykjavík?

Frítt er fyrir börn yngri en sex ára í sund í Reykjavík. Börn 6-17 ára greiða 160kr í sund en fullorðinsgjald er 980kr. Nánari upplýsingar um gjaldskrá sundlauga.

Hvenær eru sundlaugarnar opnar?

Upplýsingar um opnunartíma sundlauga má finna á síðu borgarinnar. 

Hve gömul mega börn fara ein í sund?

Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. 1.júní árið sem barnið er 10 ára má það fara í sund án fylgdarmanns.

Er aðstaða fyrir fatlaða í sundlaugum Reykjavíkurborgar?

Árlega er gefið út  skjal með upplýsingum um aðstöðu fyrir fatlaða í sundlaugum ÍTR á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Hvar get ég nálgast teikningar af húsinu mínu?

Alla aðaluppdrætti af húsum er hægt að nálgast á vefnum: www.teikningar.reykjavik.is

Lagnateikningar, burðarþolsteikningar og séruppdrætti arkítekta er hægt að nálgast í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14.

Nýjustu raflagnateikningar, frá janúar 2007, eru geymdar hjá okkur í þjónustuveri, Borgartúni 12-14.

Raflagnateikningar fyrir eldri hús eru geymdar í Borgarskjalasafni í Grófinni, Tryggvagötu 15.

 

Teikningaafgreiðsla í þjónustuveri er opin alla virka daga frá kl. 8.20 - 16.00.

Hægt að fá afrit af teikningum gegn gjaldi. Því miður er ekki tekið við rafrænum beiðnum um teikningar.

 

Gjaldskrá er eftirfarandi:

A4 kostar 70kr

A3 kostar 130kr

A2 kostar 200 kr.

A1 kostar 250 kr.

A0 kostar 300 kr.

 

Hvernig sæki ég um akstursþjónustu eldri borgara?

Hægt er að sækja um akstursþjónustu með því að fylla út rafræna umsókn eða með því að skila útfylltri og útprentaðri umsókn á þjónustumiðstöð eða í þjónustuver Reykjavíkurborgar. 

 

Hvernig sæki ég um heimsendan mat?

Sótt er um heimsendan mat með því að skila útfylltri umsókn á þjónustumiðstöð í viðkomandi hverfi. Þegar umsókn hefur verið metin og afgreidd út frá færni og getu umsækjanda fær viðkomandi svarbréf í pósti. Í framhaldi af því er hægt að panta máltíðir sem eru keyrðar heim að dyrum. 

Nánari upplýsingar um þjónustu við eldri borgara eru aðgengilegar hér.

 

FAQ

Sýna allt Loka öllu

How do I apply for a job with the City of Reykjavik?

All employment opportunities are advertised here.

How much does it cost to go to the swimming pools in Reykjavik?

It is free of charge for children under six years old to go swimming in Reykjavik. The fee for children 6-17 years old is 160kr and adult fee is 980kr. More information about admission fee.

When are the swimming pools open?

Information about the opening hours of the swimming pools of reykjavik can be found on the city's website.

At what age can children go alone to the swimming pool?

Children under 10 years old can not go alone to a swimming pool unless they are accompanied by an adult, 15 years of age or older. The 1st of June of the year the child is 10 years old it can go unaccompanied to the swimming pool.

Do you have facilities for handicaped in the swimming pools.

A document with information about facilities for handicaped in each swimming pool can be found on the swimming pool website.

Where can I see the amount of levyied property taxes?

Too access a note/information about property taxes go to My Pages on the Reykjavik city website.

Where can I access my remittance slip for property taxes?

Property taxes are collected via on-line banking and are accessible under e documents (rafræn skjol). Statements and payment due notices for real estate taxes are usually not sent in the mail unless requested. These requests are made on My Pages.

How do real estate tax discounts work?

It is not necessary to apply specifically for discounts or cancellation of real estate fees. The Office of Finance implement changes to taxes and sewage fees according to tax returns of the disabled and pensioners. 

Where can I find more information?

For more information about real estate taxes see https://reykjavik.is/thjonusta/fasteignagjold. Note- information is in Icelandic.

 

How much does it cost to park in Reykjavik?

There are four different parking zones each with a variety of payment possibilities. For more information go to Bílastæðasjóður website.

How many parking garages are there in Reykjavik

The City operates seven mulit-story car parks: Stjörunport, Vitatorg, Kolaport,Vesturgata, City Hall, Traðarkot and Bergstaðir. Prices vary between locations. For more information about prices, opening hours, amount of parking spots, current available spots, and locations see Bílastæðasjóður Website.

What are parking tickets?

There are two types of parking violation charges. The first is the extra parking fines that are imposed on vehicles that did not pay for paid parking areas or for short or extra parking time. The other is parking fines that are imposed on vehicles that are parked illegally according to traffic regulations offenses.

Is it possible to dispute your ticket?

It is possible to dispute your ticket. Appeals must be sent in within 14 days from the ticket. If you want to appeal that decision it must be submitted withing 28 days from the day of the fine. It takes 2-4 weeks to process. You can send your appeal through Bílastæðasjóður website.

Who is entitled to a resident card?

Residents with a legal address within the paid parking area in Reykjavik, where there is no parking spot owned by the home or building, may apply for a residential parking permit. The applicant must provide a copy of a registered(þinglyst) lease and consent from the owner of the property. Only one card for each apartment is issued. The applicant must be the registered owner of the vehicle in question. The vehicle may not be longer than 5.3 meters or wider than 2.0 meters. The applicant must not be in arrears with Bílastæðasjóður. Please note that this list is not exhaustive, for more information see Bílastæðasjóður website.

Where can I find electronic applications?

All e-applications are on-line under My Pages. There you will find application forms to be either filled out and sent via email. It is also possible to print them out, fill them in and return them to your local service centre. Note-some forms have been translated into English and Polish, but not all.

I have never used My Pages. How do I get started?

To begin you will need an electronic ID or an IceKey (Íslykil). Choose nýskráning íbúa at My Pages, insert the requested information and push send. Follow instructions. If you request a new password it will be sent to your on-line bank account. It could take about 10 minutes.

I lost my password, what should I do?

Request a new password. You may also identify yourself by using your electronic ID or IceKey.

When are waste bins emptied in my neighbourhood?

All information is available on the city's waste collection schedule in Icelandic.

How much does it cost to have waste bin?

Fees are collected according to a price list. Included in the fee is the cost of the bin, removal and processing. All information is available on the city's fee schedule in Icelandic 

What goes in what bin?

The green bins are for clean plastic, the blue bins are for paper and cardboard. It is important to clean all food and product residues and to break down items as much as possible to safe space. The grey bins are for blended household waste. 

How much does it cost to have waste bin?

If you want to have fewer or more bins you can send a request to sorphirdan@reykjavik.is

Where is the nearest neighbourhood recycling station?

There are a total of 57 neighbourhood recycling stations and 85 in the capital area. They are intended for household waste. There are tips for paper and plastic. At Kjarvalstaður, Skógarsel, Laugardalslaug & Kjalarnes you can also deliver glass.

When will my street be plowed?

Main roads, bus routes and busy thoroughfares have priority. Snow ploughing residential streets is only done when they are not passable for cars, there is a lot of ice or the snow is deeper than 15cm. Exceptions are made if there is danger of snow drifts forming. Ploughing is done to make the streets passable. When ploughing it is likely that snow will pile up at driveway entrances, which the City does not remove. It is the responsibility of the residents themselves to remove snow from driveway entrances.  More information on snow removal.

Where can I get salt or sand during the winter?

Salt or sand is available at Reykjavik City Service Centres.

Where can I obtain information about my employment history with the City of Reykjavik?

 • Send an email to Payroll: launaafgreidsla@reykjavik.is
 • Be sure to include: name, kennitala, where you worked, phone and where the certificate should be sent electronically.
 • Good practice to include the correct department in the subject line.
 • Note: Employment certificates are usually sent electronically so the request must be traceable in email but it is possible to request that they be sent in regular mail.
 • Processing time of these certificates can vary, depending on how far back you need information about.

Where can I obtain drawings of my house?

 • All base drawings of houses are accessible on the city's drawing website.
 • Layout drawings, load-bearing drawings and special architectural drawings can be obtained from the main City service centre at Borgartún 12-14.
 • Latest electrical wiring drawings, from 2007, are stored at Borgartún 12-14.
 • Older drawings of electrical lines are stored at City Archives at Tryggvagata 15.

The city charges a fee for copies of drawings. Sorry but electronic requests for drawings are not accepted. The fee schedule is as follows:

 • A4 costs ISK 70
 • A3 costs ISK 130
 • A2 costs ISK 200
 • A1 costs ISK 250
 • A0 costs ISK 300

How do I apply for senior citizens's transport services?

It is possible to apply for transport services by filling out an electronic application form or by a submitting a completed, printed out version to a local service centre.

How do I apply for meals to be sent home?

Applications for meals to be delivered to the home are done by submitting an application form to the persons local service centre. When the application has been processed and the applicants abilities evaluated the applicant will recieve a response in the mail. After that meals may be ordered for delivery.

More information about seniour citizen services is available here.

Często zadawane pytania i odpowiedzi

Sýna allt Loka öllu

Jak mogę ubiegać się o pracę w Mieście Reykjavik?

Wszystkie dostępne wakaty w mieście Reykjavik ogłaszane są na stronie "laus störf"

Ile kosztuje prakowanie w Reykjaviku?

Reykjavik podzielony jest na 4 strefy parkowania. Możliwe są różnorodne formy opłat. Dokładniejsze informacje można znaleźć na stronie Funduszu Parkowania/ Bílastæðasjóður.

Ile jest budynków parkingowych w Reykjaviku?

W Reykjaviku znajduje się siedem budynków parkingowych: Stjörnuport, Vitatorg, Kolaport, Vesturgata, Ráðhúsið, Traðarkot i Bergstaðir. Cena za parkowanie w budynkach zależna jest od ich lokalizacji. Dokładny cennik, godziny otwarcia, informacje o ilości miejsc, miejscach wolnych i dokładnej lokalizacji można znaleźć na stronie Funduszu Parkowania/ Bílastæðasjóður.

Ile wynosi kara za parkowanie?

Są dwa rodzaje kar za parkowanie. Mandat za parkowanie w miejscu dozwolonym, kiedy niedokonano opłaty za parkowanie lub uiszczono opłatę za zbyt krótki czas oraz parkowanie w miejscach niedozwolonych, zgodnie z kodeksem drogowym.

Czy mogę odwołać się od mandatu za parkowanie?

Wniosek o uchylenie mandatu za parkowanie można wysłać w ciągu 28 dni od daty wystawienia mandatu. Czas rozpatrzenia wniosku wynosi 2 - 4 tygodnie.

Kto może ubiegać się o kartę mieszkańca?

Każdy mieszkaniec posiadający adres zameldowania w strefach płatnego parkowania w Reykjaviku, który nie posiada miejsca parkingowego na działce nieruchomości, może ubiegać się o kartę mieszkańca. Mieszkaniec może posiadać tylko jedną kartę. Osoba składająca wniosek o kartę musi być właścicielem lub osobą dysponującą pojazdem według informacji w rejestrze pojazdów. Samochód nie może być dłuższy niż 5,3 m i szerszy niż 2,0 m. Wnioskujący nie może być dłużnikiem Funduszu Parkowania/ Bílastæðasjóður. Wyżej wymienione warunki nie są kompletne. Wniosek o kartę mieszkańca i dokładne informacje znajdziesz na stronie Funduszu Parkowania/ Bílastæðasjóður.

Gdzie mogę znaleźć informacje o naliczonym podatku od nieruchomości?

Informacje o naliczonym podatku od nieruchomości można znaleźć na Moich strnach/ E-Reykjavik

Gdzie mogę znaleźć wystawione rachunki za podatek od nieruchomości?

Egzekucja podatku od nieruchomości odbywa się przez bank internetowy, gdzie można znaleźć rachunki w zakładce dokumenty elektroniczne/ wyciąg internetowy.

Rachunki za podatek od nieruchomości są wysyłane pocztą, jedynie kiedy się o nie poprosi. Wniosek o wysyłanie rachunku pocztą można znaleźć na Moich stronach/ e-Reykjavik

W jaki sposób naliczany jest rabat podatku od nieruchomości?

Rabat podatku od nieruchomości naliczany jest automatycznie. Biuro Finansowe zajmuje się naliczaniem zmian w podatku od nieruchomości i opłat za ścieki zgodnie z zeznaniami podatkowymi emerytów i rencistów. Dokładniejsze informacje o rabacie podatku od nieruchomości.

Gdzie mogę znaleźć dokładne informacje?

Dokładne informacje o podatku od nieruchomości można znaleźć na www.reykjavik.is/fasteignagjold 

Kiedy zaczynają się zapisy do szkół podstawowych i świetlic?

Zapisy rozpoczynają się 4 marca 2020 o godz. 10:00. Dokladniejsze informacje i zapisach do szkół podstawowych i świetlic można znaleźć na stronie Miasta Reaykjavik dla rodziców.

Jak zapisać dziecko do pierwszej klasy szkoły podstawowej?

Rodzice muszą zalogować się na e-Reykjavik/ Rafræna Reykjavík i:
1.) zapisać dziecko do wybranej szkoły
2.) zapisać dziecko do świetlicy.

Jak zapisać dziecko do świetlicy (wszystkie klasy)?

Rzodzice muszą wypełnić wniosek w systemie Vala. Dzieci z klas pierwszych mają pierwszeństwo w przydziale miejsc w świetlicach.
 

Gdzie mogą znaleźć wnioski online?

Wszystkie wnioski online można znaleźć na Moich stronach/ e-Reykjavik. Tam też znajdują się wnioski, które albo można wypełnić i wysłać emailem lub wydrukować, wypełnić i oddać w Centrum Obsługi Mieszkańców (þjónustuver)/ Miejskich Centrach Usługowych (þjónustumiðstöð).

Nigdy wcześniej nie korzystałam/łem z Moich stron/ e-Reykjavik?

Należy rozpocząć od nowego logowania lub logować się korzystając z tożsamości elektronicznej lub íslykil. Jeżeli potrzebujesz nowego hasła, zostanie ono wysłane na twoje konto bankowe. Hasło znajdziesz w zakładce dokumenty elektroniczne/ internetowy wykaz. Dokument powinien pojawić się po około 10 minutach.

Zgubiłam/em hasło na Moje strony/e-Reykjavik?

Musisz ubiegać się o nowe hasło. Możesz również zalogować się używając íslykil lub tożsamość elektroniczną.

Kiedy wywożone są śmieci w mojej dzielnicy?

Wszystkie informacje o wywozie odpadów można znaleźć w kalendarzu Sorphirða Miasta Reykjavik.

Ile kosztuje pojemnik na śmieci?

Koszt pojemników zgodny jest z cennikiem opłat za wywóz odpadów w Reykjaviku. Opłata pokrywa cenę pojemnika, wywóz i utylizację odpadów.

Jak mam segregować odpady?

Do zielonych pojemników wyrzucamy oczyszczone opakowania plastikowe, a do niebieskich papier i karton. Zanim wyrzucimy coś do śmieci, wszystkie opakowania należy oczyścić z resztek pożywnienia i zmniejszyć ich objętość. Szary pojemnik przeznaczony jest na odpady mieszane. Na tej stronie znajdziesz dokładne informacje o tym, jak segregować odpady do pojemników.

Jakie pojemniki są do wyboru?

W Reykjaviku są do wyboru cztery rodzaje pojemników. Informacje o pojemnikach i cennik znajdują się na stronie Sorphirða.

Jak mogę zmniejszyć lub zwiększyć liczbę pojemników przy moim domu?

Na stronie Sorphirða możesz zmniejszyć lub zwiększyć liczbę pojemników przy swoim domu (klikasz na przycisk w rogu po prawej na stronie). Możesz również wysłać maila na sorphirda@reykjavik.is

Czy mój pojemnik jest dobrze dostępny?

Dostępność do pojemników na odpady nie zawsze jest dobra. Sprawdzając dostępność trzeba mieć kilka rzeczy na uwadze.

Gdzie znajduje się najbliższy punkt segregacji odpadów?

W Reykjaviku znajduje się 57 punktów segregacji odpadów i 85 na obszarze stołecznym. Przyjmują one odpady domowe. Plastik i papier można wyrzucić w punktów segregacji. Szkło można wyrzucić w Kjarvalsstaður, Skógarsel, Laugardalslaug i Kjalarnes. W centrum Reykjaviku pojemnik na metal znajduje się przy Freyjutorg, oraz w dzielnicy 110. 

Kiedy moja ulica będzie odśnieżona?

Najpierw odśnieżane są ulice główne, trasy autobusowe i ulice dojazdowe o dużym natężeniu ruchu. Ulice osiedlowe są odśnieżane jedynie w wypadku wzmożonego ruchu, w przypadku ślizgawicy lub kiedy opad śniegu wynosi więcej niż 15 cm. W szczególnych przypadkach odstępuje się od tej zasady w wypadku gdy istnieje możliwość zamarznięcia zwałów śniegu. Odśnieżanie ogranicza się do udrożnienia ulic, aby były przejezdne. Podczas odśnieżania ulic osiedlowych mogą utworzyć się progi snieżne przy dojazdach do posesji. Za ich usuwanie nie jest odpowiedzialne Miasto Reykjavik, tą pracę muszą wykonać mieszkańcy. Szczegołowe informacje o odśnieżaniu.

Gdzie mogę dostać sól i piasek podczas zimy?

Sól i piasek można otrzymać nieodpłatnie w warsztatach dzielnicowych/ hverfastöð Miasta Reykjavik.

Gdzie mogę otrzymać informacje o moim przebiegu pracy w Mieście Reykjavik?

Wyślij email do Działu Płac: launaafgreidsla@reykjavik.is 

 • Email musi zawierać następujące informacje: imię i nazwisko, nr identyfikacyjny/kennitala, miejsce pracy, numer telefonu oraz adres gdzie wysłać zaświadczenie, jeżeli ma być ono wysłane pocztą tradycyjną.
 • W temacie emaila prosimy wpisać nazwę wydziału.
 • Uwaga: świadectwa pracy są wysyłane drogą elektroniczną. Jeżeli chcesz, aby świadectwo zostało wysłane drogą pocztową musisz podać adres i zaznaczyć to specjalnie we wiadomości pod jaki adres zaświadczenie ma być wysłane.
 • Uwaga: Termin wysyłania świadectw jest różny i zależny od tego jak daleko w przeszłości trzeba szukać akt.

Ile kosztuje bilet na basen?

Wstęp na wszystkie baseny jest za darmo dla dzieci do szóstego roku życia. Dzieci w wieku 6-17 lat płacą 160 kr., a opłata dla dorosłych wynosi 980 kr. Dokładniejsze informacje o cenniku.

Kiedy baseny są otwarte?

Informacje o godzinach otwarcia basenów można znaleźć na stronie miasta Reykjavik.

Od jakiego wieku dzieci mogą chodzić same na basen?

Dzieci młodsze niż 10 lat nie mogą przebywać same na basenie jedynie w towarzystwie opiekuna w wieku powyżej 15 lat. Dnia 1 czerwca w roku w którym dziecko osiągnie 10 rok życia, może ono samo przebywać na basenie.

Czy na basenach są warunki dla osób niepełnsprawnych?

Corocznie publikowany jest raport z informacjami o warunkach dla osób niepełnosprawnych na basenach w Reykjaviku. Raport dostępny jest na stronie Miasta Reyjavik.

Gdzie mogę otrzymać rysunki mojego domu?

Wszystkie ogólne rysunki domów dostępna są na stronie  www.teikningar.reykjavik.is

Rysunki instalacji rurowej, rysunki konstrukcyjne oraz rysunki kanalizacji architektów znajdują się w Centrum Obsługi Mieszkańców, Borgartúni 12-14.

Najnowsze rysunki instalacji elektrycznej od 2007 roku znajdują się w Centrum Obsługi Mieszkańców, Borgartúni 12-14.

Rysunki instalacji elektrycznej w starszych budynkach są zarchiwizowane w Archiwum Miejskim w Grófinni, Tryggvagata 15.

Obsługa rysunków w Centrum Obsługi Miaszkańców odbywa się we wszystkie dni pracujące w godz.8.20 - 16.00.

Za opłatą możliwe jest otrzymanie kopii rysunków. Niestety nie ma możliwości wysyłania rysunków drogą elektroniczną.

Cennik:

A4 koszt 70kr
A3 koszt 130kr
A2 koszt 200 kr.
A1 koszt 250 kr.
A0 koszt 300 kr.

Jak mogę ubiegać się o usługę dowozu dla osób starszych?

O usługi dowozu ubiegać się można na stronie Miasta Reykjavik składając wniosek elektroniczny lub składając wypełniony wniosek w Miejskim Centrum Usługowym lub Centrum Obsługi Mieszkańców Miasta Reykjavik.

Jak mogę ubiegać się o posiłki wysyłane do domu?

O posiłki wysyłane do domu ubiegać się można skłdając wypełniony wniosek do Miejskiego Centrum Usługowego w dzielnicy zamieszkania. Kiedy wniosek zostanie przyjęty i rozpatrzony zgodnie z regulaminem, wnioskujący otrzyma list z decyzją wysłany pocztą. Następnie można zamówić posiłki, które przywożone są prosto do domu.

Dokładniejsze informacje o usługach dla osób starszych można znaleźc tutaj.