Stefnan var gefin út í október 2012. Í henni segir m.a. að nemendur skuli fá kennslu og þjálfun í mismunandi lestrarlagi eða lestrartækni, s.s. ítarlestri, nákvæmnislestri, leitarlestri eða skimunarlestri. Einnig að laga skuli kennslu að ólíkri getu nemenda innan hvers nemendahóps. Þá er hvatt til þess að skólar hafi aðgang að kerfisbundnu námsmati sem nái til allra þátta lestrarnámsins og allra aldursstiga svo taka megi réttar ákvarðanir fyrir hvern og einn um áframhaldandi lestrarnám og þjálfun. Einnig er stefnt að því að viðfangsefni barna og unglinga í lestri séu merkingarbær, fjölbreytt og áhugaverð.

Skóla- og frístundasvið
Íþrótta- og tómstundasvið

Megin tillögur í nýtingu upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg.

Þjónustu- og nýsköpunarsvið

Stuðningur og ráðgjöf frá þjónustumiðstöðvum, mat á eftirliti með starfsemi dagforeldra, dvalasamningar, foreldrasamstarf og dagskipulag, námskeið dagforeldra, samanburður við fyrri kannanir.

Skóla- og frístundasvið

Eigendastefna Strætó bs. staðfest í Borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2013.

Skrifstofa borgarstjórnar

Fyrir rekstur og starfsemi Hörpu – Tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf.

Skrifstofa borgarstjórnar

Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir hafa tekið saman niðurstöður á rannsóknum um líðan og frístundaþátttöku 10 - 12 ára barna með annað móðurmál en íslensku. Meginniðurstaða þeirra er að börn með annað tungumál en íslensku eyði minni tíma með jafnöldrum sínum og eigi því færri vini. Þau standi verr félagslega, líðan þeirra sé verri en jafnaldra þeirra og að þeim sé frekar strítt og séu í meiri eineltishættu. Samantekt úr rannsókn þeirra er til á ensku, króatísku, litháísku, pólsku, rússnesku og spænsku. 

Skóla- og frístundasvið

Farið í heimsóknir til íbúa í Árbæ, Grafarholti og Laugardals, 80 ára og eldri í sjálfstæðri búsetu, sem höfðu litla eða enga þjónustu frá Þjónustumiðstöðinni. Verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna 2011.

Velferðarsvið

Fyrra skjalið er um félagslegt tengslanet, tómstundir og almennt heilsufar barna. Rannsóknarstofnun í barna- fjölskylduvernd og Félagsvísindastofnun HÍ gerðu rannsóknina. Neðra skjalið er ritröð þar sem kynntar eru niðurstöður rannsóknar um félagslegar aðstæður reykvískra barnafjölskyldna eftir atvinnustöðu þeirra einnig frá Rannsóknarstofnun í barna- fjölskylduvernd og Félagsvísindastofnun HÍ.

Velferðarsvið
Skóla- og frístundasvið
Velferðarsvið