Þann 18. nóvember 2015 var stórfundur með unglingum haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur með tæplega 200
unglingum úr 8. – 10. bekk úrgrunnskólum Reykjavíkur. Umræður snerust um að fá fram hugmyndir unglinga um inntak og fyrirkomulag frístundastarfs til að nota við stefnumótun sem starfshópur á vegum SFS vinnur að.  
 
Skóla- og frístundasvið
Námsferð sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, skólastjóra, skóla-og frístundaráðs og starfsmanna skrifstofu SFS til Alberta 13. – 20. mars 2015.
Skóla- og frístundasvið
Leiðarvísir um skráningu á framförum barna í íslensku sem öðru máli. 
Skóla- og frístundasvið
Starfshópur um innra og ytra mat á frístundastarfi skóla- og frístundasviðs hefur nú gefið út Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum frístundastarfs. Viðmiðin verða lykilverkfæri við ytra mat á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Reykjavík. 
Skóla- og frístundasvið
Leikskólinn Sunnuás, Langholtsskóli og frístundaheimilið Glaðheimar unnu á skólaárinu 2014-2015 þróunarverkefni undir heitinu Samstarf um mál og læsi alla skólagönguna. Meginmarkmiðið var að þróa samstarfsáætlun sem byggði á læsisstefnu leikskóla og lestrarstefnu fyrir grunnskólana, styrkleikum beggja skólastiganna og þeim tækifærum sem liggja í vinnu með mál og læsi í frístundastarfi ásamt grunnþættinum læsi í aðalnámskrá leik- og grunnskóla.
 
Skóla- og frístundasvið
Starfshópurinn skilaði skýrslunni í apríl 2015. Hópurinn var skipaður: 
Sabine Leskopf formaður
Jónu Björg Sætran
Rósu Björg Þorsteinsdóttur starfsmaður
Fríðu Bjarneyju Jónsdóttur
Steingerði Kristjánsdóttur
Renötu Emilsson Peskovu
 
Skóla- og frístundasvið
Borgarráð samþykkti 4. september 2014 að stofna starfshóp er legði fram áætlun um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og upphaf leikskólagöngu sem í dag miðast við inntöku barna sem eru orðin a.m.k. 18. mánaða.
Eftirtalin voru tilnefnd í starfshópinn:
Hildur Skarphéðinsdóttir, skóla - og frístundasviði, formaður
Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálaskrifstofu
Jón Valgeir Björnsson, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar
Nikulás Úlfar Másson, umhverfis - og skipulagssviði
Sigríður Marteinsdóttir, skóla - og frístundasviði, starfsmaður starfshópsins.
Starfshópurinn hefur notið ráðgjafar Rúnars Gunnarssonar, mannvirkjaskrifstofu USK, Róberts Rafns Birgissonar, skóla- og frístundasviði, Hildar Bjarkar Svavarsdóttur, skóla- og frístundasviði og Herdísar Sólborgar Haraldsdóttur, fjármálaskrifstofu.
 
Skóla- og frístundasvið
Greinargerð unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti um Biophilia-verkefnið sem fór af stað í Reykjavík fyrir tilstilli Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu árið 2011. 
Skóla- og frístundasvið

Markmið hópsins var að leggja mat á kosti þess og galla, jafnt faglega sem fjárhagslega, að börn verði innrituð í grunnskóla oftar en einu sinni á ári. 

Í starfshópnum sátu:
Hildur Skarphéðinsdóttir, fulltrúi leikskólahluta fagskrifstofu SFS og formaður hópsins
Ásta Bjarney Elíasdóttir, fulltrúi grunnskólastjóra
Bryndís Jónsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
Elín Þóra Böðvarsdóttir, fulltrúi frístundamiðstöðva
Jane Appleton, fulltrúi Foreldrafélags leikskólabarna í Reykjavík
Nanna K. Christiansen, fulltrúi grunnskólahluta fagskrifstofu SFS
Steingerður Kristjánsdóttir, fulltrúi frístundahluta fagskrifstofu SFS
Þórunn Gyða Björnsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra.
Starfsmaður hópsins var Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir.

Skóla- og frístundasvið