Starfshópur um símenntun í upplýsingatækni hóf störf í mars 2015 og fundaði átta sinnum á starfstíma sínum til septemberloka 2015. Ábyrgðarmaður hópsins var Ragnar Þorsteinsson, þáverandi sviðsstjóri SFS, og fulltrúar í hópnum voru Anna María Þorkelsdóttir, kennari og verkefnastjóri í Hólabrekkuskóla, Erla Stefánsdóttir, forstöðumaður Mixtúru – marg-miðlunarvers skóla- og frístundasviðs, Flosi H. Kristjánsson verkefnastjóri á skrifstofu SFS, Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, Ingibjörg Gísladóttir, mannauðs-ráðgjafi á skrifstofu SFS, Sólrún Harðardóttir, starfsmaður fagráðs um starfsþróun- og símenntun kennara, Sólveig Jakobsdóttir, dósent og forstöðumaður rannsóknarstofunnar RANNUM við Menntavísindasvið HÍ og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á skrifstofu SFS.