Fjármálastefna og fjárfestingarstefna Reykjavíkurborgar sem ná til næstu 10 ára voru samþykktar í borgarstjórn þann 15. desember 2020. Fjármálastefnunni er ætlað að styðja við Græna planið sem er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og setur hún almennan fjárhagslegan ramma og markmið um rekstur og þróun fjármála borgarinnar til lengri og skemmri tíma. Fjármálastefnan byggir á grunngildum borgarinnar um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi sem varða leið borgarinnar að því að uppfylla fjármálareglur sveitarfélaga, þ.e. jafnvægisviðmið og skuldaviðmið samstæðu Reykjavíkurborgar.