Í Gufunesi er um að ræða fjölbreyttar fasteignir sem upphaflega voru byggðar af Áburðarverksmiðju ríkisins og hýstu starfsemi fyrirtækisins.  Síðustu 15 árin eða svo hefur Íslenska gámafélagið verið með starfsemi sína á svæðinu.  Félagið hefur flutt burt stóran hluta starfsemi sinnar og flytur það sem eftir er á næsta ári. 

Sjá nánar um fyrirkomulag úthlutunar húsnæðis á vefsíðunni Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar

 • Skapandi Gufunes
 • Gufunes
 • Yfirlitskort
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Eftirfarandi húsakostur er til leigu í Gufunesi: 

Merkingar A - E í fyrirsögnum hér fyrir neðan vísa til merkinga á yfirlitskorti

Skrifstofubygging á tveimur hæðum (A)

Skrifstofubyggingin er á tveimur hæðum.  Stór matsalur og eldhús eru í húsinu auk fjölmargra skrifstofu- og vinnurýma.  Í húsinu er lyfta.  

Verkstæðis- og skrifstofubygging (B)  

 • Fasteignarnúmer: F2038423 
 • Staðfang: Gufunes Áburðarverksm. 
 • Matshluti: 15 0101, Byggingarár: 1966, Stærð: 2.520 m2 
 • Teikning 1. hæð (rauðmerkt það sem er til leigu)
 • Teikning 2. hæð (rauðmerkt það sem er til leigu)

Um er að ræða byggingu á tveimur hæðum.  Verkstæðisaðstaða og skrifstofuaðstaða er á neðri hæð og skrifstofuaðstaða og vinnuaðstaða á þeirri efri.   Húsið í heild er 2.520 m2 og skiptist í fjóra aðskilda hluta.  Á þessum tímapunkti er aðeins einn þessara hluta til útleigu. 

Iðnaðarhús á fjórum hæðum (C)

Gufunesvegur 40 skiptist í þrjá matshluta skv. Fasteignaskrá. 

Matshluti 01 er stórt iðnaðarhús á fjórum hæðum með stigagangi.  Hátt er til lofts og stórt op er á milli hæða.  Engin lyfta er í húsinu en hægt er að flytja hluti milli hæða með talíu.  Húsið er að hluta til í útleigu.  Lítil starfsemi hefur að öðru leyti verið í húsinu undanfarin ár og þarf þar að taka til hendi. 

Matshluti 02 er iðnaðarhús þar sem opið er inn í matshluta 01.  Stórar innkeyrsludyr eru á húsinu og mjög hátt er til lofts. 

Matshluti 03 er salur þar sem hátt er til lofts og tenging við matshluta 01.  Á húsinu eru stórar innkeyrsludyr og aðgengi gott. 

Skemma 02 (D)

 • Fasteignarnúmer: F2038423 
 • Staðfang: Gufunes Áburðarverksm. 
 • Matshluti: 02 0101, Byggingarár: 1955, Stærð: 1.139 m2 
 • Skoða teikningu

Um er að ræða stóra óeinangraða, gluggalausa skemmu með steyptu gólfi þar sem vítt er til veggja og hátt til lofts.  Húsið er einn geimur, er mjög hrátt og á því eru stórar innkeyrsludyr. 

Skemma 03 (E)

 • Fasteignarnúmer: F2038423 
 • Staðfang: Gufunes Áburðarverksm. 
 • Matshluti: 03 0101, Byggingarár: 1955 Stærð: 1.139 m2 
 • Skoða teikningu 

Um er að ræða stóra óeinangraða, gluggalausa skemmu með steyptu gólfi þar sem vítt er til veggja og hátt til lofts.  Húsið er einn geimur, er mjög hrátt og á því eru stórar innkeyrsludyr. 

Nánari upplýsingar 

Rúv fjallaði um Gufunes og tók viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra um verkefnið og er hægt að nálgast þáttinn hér.

Sjá nánar um fyrirkomulag úthlutunar húsnæðis á vefsíðunni Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar Notið umsóknareyðublað sem þar er að finna.