föstudagur, 5. júní 2020

Skólagarðahúsið við Holtaveg er til leigu fyrir dagforeldra í Reykjavík. Húsnæðið sem er 53,3 fermetrar hefur verið nýtt af dagforeldrum síðustu ár en núverandi leigutaki mun losa húsnæðið 1. júlí og er húsnæðið til leigu frá þeim tíma.  

  • Skólagarðahús
  • Skólagarðahús
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Húsnæðið verður eingöngu leigt þeim sem hyggst nýta húsnæðið til daggæslu barna að uppfylltum skilyrðum Leikskóla Reykjavíkur.

Leigutaka er heimil afnot lóðar, en þó er kveðið á um að aðgengi að skólagörðum skuli vera opið almenningi á starfstíma daggæslunnar sem og utan hans en án ábyrgðar leigutaka.

Nánari upplýsingar veitir eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar, netfang: esr@reykjavik.is   

Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu hússins skal skila inn í lokuðu umslagi merkt „Leiga á gæsluvelli við Holtaveg"  í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 fyrir kl. 13.00 föstudaginn 12. júní 2020.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.