föstudagur, 20. maí 2016
Óskað er eftir hugmyndum að starfsemi í Bankastræti 0, en þar er heimilt að vera með safn eða sýningu. Rýmið sem er 37,5 fermetrar verður laust í ágúst.  
 
  • ""
  • ""
Staða auglýsingar: 
Útrunnin
Við val á starfsemi verður miðað við að hún gæði mið-borgina meira lífi og auki fjölbreytni. Vakin er athygli á að aðstaðan uppfyllir ekki kröfur um rekstur sjoppu eða matsölu.
 
Núllið verður til sýnis miðvikudaginn 25. maí, kl. 15.00
 
Hugmyndir um fyrirhugaða starfsemi og opnunartíma berist þjónustuveri Reykjavíkurborgar Borgartúni 12 - 14 fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 7. júní 2016.
 
 
Nánari upplýsingar veitir Ólafur I. Halldórsson hjá Reykjavíkurborg, netfang: olafur.i.halldorsson@reykjavik.is eða í síma 693-7466.