laugardagur, 6. mars 2021

Reykjavíkurborg óskar eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir Innri endurskoðun. Um markaðskönnun er að ræða og felur hún ekki í sér loforð um viðskipti. Umsjónaraðili er Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar. 

  • Reykjavík - Hallgrímskirkja
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Húsnæðið þarf að vera miðsvæðis í borginni, til viðmiðunar; frá Snorrabraut í vestri að Mjódd/Ártúnsbrekku í austri og sem næst flestum fjölförnum strætóleiðum, sjá nánar fylgiskjal 2. Aðgengi  að húsnæðinu skal vera gott  fyrir alla. Tryggja þarf aðgang að bílastæðum nálægt húsnæðinu fyrir þjónustuþega Innri endurskoðunar og starfsfólk. 
Húsrýmisþörf er áætluð um 300-450 fermetrar. 

Markaðskönnunargögn sem innihalda m.a. frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengileg á þessari síðu:

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tilliti til afhendingartíma, staðsetningar, öryggis, leiguverðs og skipulags húsnæðis út frá fyrirhugaðri starfsemi.
Áætlað er að húsnæðið verði tekið í notkun eins fljótt og kostur er.  
Leigutilboðum skal skila á netfangið daniela.kz@reykjavik.is, eigi síðar en 18. mars nk. 
Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr. laganna.
Vinsamlegast fyllið inn í meðfylgjandi skjal (fylgiskjal 3) og látið fylgja með.
Gögn sem fylgja tilboði þurfa m.a. að innihalda teikningu, s.s. grunnmynd og útlit, og gildandi deiliskipulag svæðis.
Önnur gögn um húsnæðið, s.s. auglýsing, myndir eða annað má gjarnan fylgja tilboðinu. 
Áskilinn er réttur til að óska eftir því við leigusala að hann leggi fram úttektarskýrslu, frá óháðum aðila, um almennt ástand húsnæðis, t.a.m. að það sé laust við rakaskemmdir. Það skal gert áður en skrifað er undir leigusamning.

Innri endurskoðun  

Innri endurskoðun starfar í umboði borgarráðs og í beinum tengslum við æðstu stjórnendur borgarinnar. Innri endurskoðandi nýtur faglegs sjálfstæðis í störfum sínum gagnvart allri stjórnsýslu borgarinnar. Meginverkefni Innri endurskoðunar eru að leiðbeina íbúum í samskiptum sínum við borgina, veita ráðgjöf um persónuvernd og sinna innri endurskoðun. Innri endurskoðun tekur ekki þátt í daglegri starfsemi borgarinnar og er hlutlaus og óháð í störfum sínum gagnvart öðrum starfseiningum borgarinnar. 
Verkefni Innri endurskoðunar er:

a)    Að meta og gera úttektir á virkni áhættustýringar, innra eftirlits og stjórnarhátta Reykjavíkurborgar í samræmi við alþjóðlega staðla um innri endurskoðun (International Standards for the Professional Practice Framework of Internal Auditing). 

b)    Að veita ráðgjöf um persónuvernd, upplýsa, fylgjast með og sjá um önnur þau verkefni sem greinir í 39. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016, sbr. lög nr. 90/2018.

c)    Að taka á móti gögnum og upplýsingum um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi og annast mál í samræmi við lög um vernd uppljóstrara frá 12. maí 2020.

d)    Að leiðbeina íbúum í samskiptum sínum við borgina, m.a. um leiðir þeirra til að leita réttar síns telji þeir að á þeim hafi verið brotið.

e)    Að fræða starfsmenn borgarinnar og leiðbeina þeim um mál sem tengjast hlutverki innri endurskoðanda, þ. á m. um framkvæmd innra eftirlits, um persónuvernd og meginreglur stjórnsýslulaga.

Borgarráð getur falið innri endurskoðanda að taka að sér einstök önnur úttektarverkefni tengd einingum eða þáttum í rekstri Reykjavíkurborgar.

Húsnæðisþörf   

Húsrýmisþörf fyrir Innri endurskoðun er áætluð á bilinu 300-450 fermetrar, sjá rýmisáætlun í fylgiskjali 1. Í rýmisáætlun eru eingöngu skilgreind þau rými sem þurfa að vera í húsnæðinu og mun húsrýmisþörf fara eftir endanlegu húsnæði sem verður valið. Húsrýmisþörf mun fara eftir stærð húsnæðis og mun leigutaki senda inn uppfærða rýmisþörf í samræmi við það húsnæði sem verður valið. Endanleg hönnun skrifstofuhúsnæðis skal gerð í samráði við leigutaka, sem mun yfirfara og samþykkja alla hönnun og skipulag húsnæðisins, m.a. efnisval og innréttingar. Ákjósanlegt er að húsnæðið sé umhverfisvottað. 
Gert er ráð fyrir að fjöldi stöðugilda hjá Innri endurskoðun verði um 15 til 18 til lengri tíma litið. 

Um markaðskönnun er að ræða og felur hún ekki í sér loforð um viðskipti.