laugardagur, 16. september 2017

Reykjavíkurborg óskar er eftir hugmyndum að starfsemi í Sunnutorgi að Langholtsvegi 70.

  • Sunnutorg við Langholtsveg.
  • Sunnutorg við Langholtsveg.
  • Sunnutorg við Langholtsveg.
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Við val á starfsemi verður miðað við að húsið gæði hverfið meira lífi og fjölbreytni. Leigutaki skal leggja fram hugmyndir að útliti og umhverfi en húsið hefur mikið látið á sjá síðustu ár. Húsið er skráð 57 fermetrar.

Húsið verður sýnt þriðjudaginn 26. sept. kl. 15-16.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur I. Halldórsson hjá Reykjavíkurborg, netfang: olafur.i.halldorsson@reykjavik.is eða í síma 693-7466

Hugmyndir um fyrirhugaða starfsemi og opnunartíma berist þjónustuveri Reykjavíkurborgar Borgartúni 12 - 14 fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 3. október2017.

Gert er ráð fyrir að dómnefnd velji 3-5 tillögur sem eru áhugaverðar og þeim boðið að gera tilboð í leigu.

Eftirtaldir aðilar eru í dómnefnd:

  • Hrólfur Jónsson frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar
  • Ólöf Örvarsdóttir frá umhverfis- og skipulagssviði
  • Heiðar Ingi Svansson frá hverfisráði Laugardals

Ólafur I. Halldórsson frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verður starfsmaður dómnefndar.