þriðjudagur, 28. júlí 2020

Húsnæði sem til þessa hefur hýst Korpuskóla er til leigu. Húsið Bakkastaðir 2 er í heild rúmir 2.816 fermetrar á einni hæð og er hannað sem skólahúsnæði en getur nýst vel fyrir aðra starfsemi. Það er allt laust til leigu, en einnig er mögulegt að bjóða í leigu á hluta hússins.

  • Korpuskóli
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar sýnir húsið og veitir nánari upplýsingar. Fyrirspurnir sendist á netfangið: esr@reykjavik.is   

Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu hússins skal skila í lokuðu umslagi merkt „Leiga á Korpuskóla“ í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 fyrir kl. 13.00 föstudaginn 28. ágúst 2020.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Gert er ráð fyrir að leigutími verði ótímabundinn með 12 mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. 

Nánari upplýsingar: