miðvikudagur, 25. júní 2014
Reykjavíkurborg óskar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir frístundaklúbbinn Garð og frístundaklúbbinn Hlíð.
Staða auglýsingar: 
Útrunnin
Reykjavíkurborg óskar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir frístundaklúbbinn Garð og frístundaklúbbinn Hlíð. Garður er frístundaklúbbur fyrir börn á aldrinum 10 - 12 ára sem stunda nám við Klettaskóla. Hlíð er frístundaklúbbur fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 - 16 ára sem stunda nám við Brúarskóla.
 
Húsnæðið sé á bilinu 400 - 500 m2, uppfylli þarfir fatlaðra barna og staðsett í hæfilegri fjarlægð frá Klettaskóla og Brúarskóla.
 
Upplýsingum um húsnæðið ásamt leiguverði skal skila í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14 fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 3. júlí 2014.
 
Nánari upplýsingar veitir Ólafur I Halldórsson í síma 693 7466.