fimmtudagur, 23. janúar 2014

Reykjavíkurborg óskar eftir samstarfsaðilum og leigutaka vegna endurgerðar á hluta gamla flughótelsins í Nauthólsvík. Borgin mun sjá um endurgerðina, en henni yrði hagað eftir því sem hægt er í samræmi við kröfur væntanlegs notenda. Stærð væntanlegs leiguhluta verður um 450 fermetrar.

  • ""
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Í tilboði skal gera grein fyrir þeirri starfsemi sem viðkomandi ætlar að vera með í húsnæðinu ásamt því að gera tilboð í leiguverð. Leigusamningur miðast við 10 ár. Skila þarf inn viðskiptaáætlun sem sýnir fram á að reksturinn geti staðið undir þeirri leigu sem boðin er.

Húsið verður til sýnis þriðjudaginn 28. janúar kl. 15.00.

Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða nýtingu hússins skal skila inn í lokuðu umslagi merkt „Leiga Nauthólsvegur 100" í afgreiðslu þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 13. febrúar.