föstudagur, 23. júlí 2021

Húsnæðið verður nýtt fyrir safneign Listasafns Reykjavíkur.

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 10-15 ára, með mögulegri framlengingu, fullbúið til notkunar, með öryggis- og brunakerfum ásamt rekkum og hillukerfi samkvæmt kröfum húslýsingar. Um er að ræða öryggisgeymslur fyrir hluta safnskosts Listasafns Reykjavíkur. Húsnæðið þarf að vera á höfuðborgarsvæðinu. Af öryggisástæðum er mikilvægt að starfsemi í nánasta umhverfi sé ekki þess eðlis að af henni stafi brunahætta eða mikil mengun. Byggingar á hættusvæðum koma ekki til greina, svo sem þar sem flóðahætta er til staðar.

Húsrýmisþörf er áætluð um 700 - 1000 fermetrar.

Áætlað er að húsnæðið verði tekið í notkun eins fljótt og auðið er eða í síðasta lagi í september 2021.

Leigutilboðum skal skila á netfangið daniela.kz@reykjavik.is, eigi síðar en 9. ágúst nk.

Markaðskönnunargögn innihalda m.a. frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla.

Vinsamlegast fyllið inn í meðfylgjandi skjal (fylgiskjal - Markaðskönnun) og látið fylgja með.

  • Listasafn
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Um markaðskönnun er að ræða og felur hún ekki í sér loforð um viðskipti. Umsjónaraðili er Eignaskrifstofa Reykjavíkurborgar (ESR).