fimmtudagur, 6. nóvember 2014

Til sölu eru tvö samtengd timburhús til brottflutnings. 

  • ""
Staða auglýsingar: 
Útrunnin
Húsin eru staðsett við Sæmundarskóla, Gvendargeisla 168. Þau verða seld saman og er heildarflatarmál um 120 m2. 
 
Tilboð skulu berast í síðasta lagi fimmtudaginn 13. nóvember 2014. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Í tilboði skal koma fram nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og sími bjóðanda. Einnig skal koma fram tilboðsfjárhæð miðað við staðgreiðslu.  Bjóðandi ber kostnað af flutningi húsanna.
 
Húsin verða seld í núverandi ástandi og mun seljandi  aftengja húsin frá veitukerfum í samráði við kaupanda, en kaupandi skal ganga frá hússtæði þannig að ekki stafi  hætta af.  Fjarlægja skal allar undirstöður og grófslétta hússtæðið.  Flutningur húsanna er á ábyrgð og kostnað kaupanda. Vakin er athygli á að kaupandi þarf að sækja um leyfi hjá byggingarfulltrúa þess sveitarfélags sem húsið á að flytjast til.  
 
Gert er ráð fyrir að kaupandi samþykki tryggingarvíxil fyrir efndum á samningi að því er varðar flutning hússins og frágang hússtæðisins.
 
Bjóðendur eru hvattir til að kynna sér ástand húsanna. Þeir sem vilja skoða húsin er bent á að hafa samband við Kristján Ástráðsson (kristjan.w.astradsson@reykjavik.is ) í síma 411 1111 eða farsíma 693-7409.