þriðjudagur, 15. febrúar 2022

Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum kaupendum að fasteign sinni Alliance húsinu og uppbyggingarréttindum að Grandagarði 2, 

  • Alliance húsið og lóðin í kring.
  • Alliance húsið og lóðin í kring.
  • Myndin sýnir Alliance húsið og uppbyggingarteikningu.
  • Tölvuteiknuð mynd af Alliance húsinu.
  • Inni í Alliance húsinu.
  • Inni í Alliance húsinu.
  • Inni í Alliance húsinu á efri hæð.
  • Alliance húsið.
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Bjóðendur skulu skila greinargerð og uppdrætti til skýringar á hugmyndum sínum á reitnum. Við mat á tilboðum gildir verðhugmynd helming til móts við aðra þætti. Hluti hússins er ı́ dag leigður út til nokkurra aðila.

Boðið verður upp á vettvangsferð um húsið fyrir áhugasama bjóðendur miðvikudag 23. febrúar 2022 kl. 10.00

Umsóknum skal skilað ı́ lokuðu umslagi merkt "Alliance - Grandagarður 2" ı́ Þjónustuver Reykjavíkurborgar eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 16. mars 2022.

Allar nánari upplýsingar veitir Eignaskrifstofa Reykjavíkur esr@reykjavik.is 

Um Grandagarð 2 
 

Reykjavı́kurborg festi kaup á húsinu árið 2012. Lokið er framkvæmdum við ytra byrði hússins sem hefur verið gert upp ı́ anda fyrri tı́ma. Í dag eru nokkur fyrirtæki starfrækt ı́ húsinu. Þau eru Sögusafnið, Norðurljósasýning og veitingastaðurinn Matur og Drykkur. Einnig leigja nokkrir listahópar aðstöðu á efri hæðum hússins.  

Í greinargerð deiliskipulags fyrir lóðina kemur eftirfarandi fram varðandi húsið:  Grandagarður 2, Alliance húsið, var friðað af menntamálaráðherra 3. febrúar 2010 með vísan til 1.mgr 4.gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra borðs aðalhúss. Húsið er úr steinsteypu og byggt á árunum 1924 til 1925 eftir teikningum Guðmundar H. Þorlákssonar húsameistara. Það er talið hafa mikið byggingarlistarlegt gildi sem dæmi um glæsilegt höfundarverk Guðmundar.

Alliance húsið er ı́ góðum hlutföllum, tvær sambyggðar álmur með inndreginni millibyggingu, sem eru ı́ gullinsniði hvor við aðra hvað breiddina varðar. Húsið er ekki ofhlaðið skrauti, enda atvinnuhúsnæði, en er með markvissri og fagurri gluggasetningu sem sniðin er að upphaflegri notkun þess. Einfalt útlit þess getur því vel talist vitnisburður um góða byggingarlist. Húsið var byggt sem saltverkunarhús og hefur mikið menningarsögulegt gildi sem vitnisburður um þá́ atvinnustarfsemi er eitt sinn einkenndi gamla Vesturbæinn. Það er lítið breytt frá́ upprunalegri gerð og hefur mikið gildi fyrir umhverfi sitt á hafnarsvæðinu. 

Nýverið var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem tækifæri skapast til að byggja húsnæði fyrir nýja, áhugaverða starfsemi á lóðinni.  

Með hliðsjón af sögulegu mikilvægi hússins og staðsetningu er haldin samkeppni þar sem kaupverð er metið til helminga á móts við aðra þætti.