fimmtudagur, 10. janúar 2019

Til sölu er 32 hektara landspilda við mörk Reykjavíkur og Kjósarhrepps á milli bæjanna Morastaða og Miðdals í Kjósarhreppi. Heiti í fasteignaskrá er Tindstaðir Spilda með landnúmerið 174856.

Vakin er athygli á því að eignin er skráð 27 ha í Fasteignaskrá en mæld stærð landeignarinnar er talin um 32 ha. Hægt er að sjá þá afmörkun hér. (Uppfært 17. janúar 2019).

Tilboðsfrestur er runninn út. Skoða fundargerð tilboðsfundar

  • tindstaðir - landspilda til sölu / Ath. hestar fylgja ekki með
  • Tindstaðir, spilda
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Spildan er gróið land og úthagi. Hún er í dag í útleigu til hestabeitar með ótímabundnum samningi með þriggja mánaða uppsagnarfresti.

Spildan er við Eyrarfellsveg og aðgengileg frá honum á vinstri hönd þegar komið er frá Reykjavík til móts við heimreið til Ytri- og Innri-Tindstaða. Hnit: Lengd: -21.7426 Breidd: 64.2970 í miðju spildunnar. (Skoða í vefsjá landeigna /skoða í Borgarvefsjá / skoða í Google Earth).

Tilboðum skal skila á tilboðsblaði í lokuðu umslagi merkt „Tindstaðir  - landspilda“ í þjónustuver  Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14 fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn  23. janúar 2019. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hagstæðasta tilboði eða hafna öllum tilboðum.  Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 14.15 í Hrefnukoti.  

Nánari upplýsingar veitir Magnús Ingi Erlingsson á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sími 411 1111. Netfang: magnus.ingi.erlingsson@reykjavik.is 

Tengd gögn: