mánudagur, 11. september 2017

Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðila um þróun og uppbyggingu Toppstöðvarinnar við Elliðaárdal.

  • Toppstöðin - Ketilhús
  • Toppstöðin
  • Toppstöðin
  • Toppstöðin
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Gert er ráð fyrir því að starfsemin skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Elliðaárdal. Sérstök áhersla er lögð á samfélagsleg verkefni sem eru opin almenningi. Dæmi um slíkt er frumkvöðlasetur, heilsueflandi starfsemi og sýninga-, menningar- og fræðslustarfsemi.
Frá árinu 2008 hafa félagssamtökin Toppstöðin rekið frumkvöðlasetur í húsinu.

Toppstöðin, Rafstöðvarvegur 4, er rúmlega sex þúsund fermetra bygging sem var tekin í notkun 1948 sem olíu og kolakynnt vararafstöð til þess að taka á móti toppálagspunktum í raforkuþörf og hitaveitu og dregur nafn sitt af því hlutverki. Starfsemi rafstöðvarinnar sem varaaflstöð lagðist að mestu leyti af 1981.

Síðasta haust samþykkti borgarráð nýja stefnu um þróun Elliðaárdals undir heitinu „Sjálfbær Elliðaárdalur“. Þar var horfið frá fyrri hugmyndum um niðurrif hússins og þess í stað lagt til að leitað yrði eftir samstarfsaðilum.

Nú hefur verið unnin úttekt á tækifærum og möguleikum hússins ásamt uppfærðu húsamati og er á grundvelli úttektarinnar lagt til að auglýst verði eftir samstarfsaðila með svipuðum hætti og Reykjavíkurborg hefur nýverið gert með Hlemm og Perluna.
Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að setja 250 milljón krónur í viðhald á Rafstöðvarvegi 4 á næstu þremur árum. Af hálfu borgarinnar verður forgangur settur í aðgerðir sem lúta að grunnviðhaldi og öryggismálum í húsinu.
Væntanlegur samstarfsaðili mun því fjármagna allar endurbætur, umfram framkvæmdir borgarinnar, sem eru nauðsynlegar til þess að búa það undir nýja starfsemi.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til loka dags þann 10. október

Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði við húsið.

Allar breytingar og viðbætur við leigulok verða eign Reykjavíkurborgar.

Áhugasamir aðilar skulu skila inn umsókn um þátttöku á netfangið utbod@reykjavik.is fyrir lok dags þann 10. október 2017. (Ath. framlengdur frestur)

Myndir í góðri upplausn