þriðjudagur, 15. febrúar 2022

Turninn á Lækjartorgi vill fá nýjan leigjanda með ferskar og góðar hugmyndir. 

  • Turninn á Lækjartorgi til leigu
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Turninn á Lækjartorgi er opinn fyrir nýjum og ferskum hugmyndum frá leigjendum. Óskað er eftir hugmyndum um starfsemi í turninum frá þeim sem vilja taka hann á leigu. Við val á væntanlegum leigutaka verður horft til þess að starfsemin bæti við framboð í Miðborginni og gæði hana þannig meira lífi.

Vakin er athygli á að ekki getur verið um hefðbundna matsölu eða veitingastarfsemi að ræða þar sem húsnæðið uppfyllir ekki heilbrigðiskröfur.

Tilboðum ásamt upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi skal skila til þjónustuvers Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14 fyrir kl. 12 á hádegi, fimmtudaginn 10. mars 2022, merkt „Turninn Lækjartorgi“. Fyrirspurnir má senda á eignaskrifstofu Reykjavíkur esr@reykjavik.is