fimmtudagur, 13. ágúst 2015

Óskað er eftir hugmyndum að starfsemi og tilboðum í leigu turnsins á Lækjartorgi. Við val á væntanlegum leigutaka verður horft til þess að starfsemin bæti við framboð í miðborginni og gæði hana þannig meira lífi.

  • ""
  • ""
  • ""
Staða auglýsingar: 
Útrunnin

Vakin er athygli á að ekki getur verið um hefðbundna matsölu að ræða þar sem turninn uppfyllir ekki heilbrigðiskröfur um slíka starfsemi.

Turninn verður til sýnis þriðjudaginn 18. ágúst, kl. 15.

Tilboðum ásamt upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi skal skila til þjónustuvers Reykjavíkurborgar Borgartúni 12 - 14 fyrir kl. 16.15, fimmtudaginn 27. ágúst 2015.

Útlitsmyndir af Turninum má sjá undir „Tengd skjöl“ hér til hægri á síðunni. 

Umsjón með útleigu á Turninum hefur skrifstofa eigna og atvinnuþróunar.