Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarkarhlíð býður upp á fyrirlestra og námskeið um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess. Bjarkarhlíð er við Bústaðaveg.

Verkefnastjóri Bjarkarhlíðar er Ragna Björg Guðbrandsdóttir, félagsráðgjafi, MSW. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda henni tölvupóst, ragna@bjarkarhlid.is 

Sérfræðingur Bjarkarhlíðar er Hrafnhildur Sigmarsdóttir, jákvæð sálfræði MA diplóma. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda henni tölvupóst, hrafnhildur@bjarkarhlid.is

Nafnið

Bjarkarhlíð dregur nafn sitt af húsnæðinu sem Reykjavíkurborg leggur verkefninu til en það hefur verið í eigu borgarinnar síðan árið 1972. 

Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Bjarkarhlíðar