BRÚ er opinn umræðuvettvangur fyrir alla sem láta sig málefni leik-, grunn- og framhaldsskóla varða svo og frístundastarf barna og unglinga. Hann var settur á laggirnar á haustmánuðum 2007. Leiðarljós í starfsemi BRÚAR er að nemandinn sé ávallt í brennidepli, að leik- og grunn- og framhaldsskóli vinni saman svo skólagangan verði samfelld og ánægjuleg. Leitast er við að skapa frjóan umræðuvettvang fyrir stjórnmálamenn og skólafólk sem tekur mið af þremur fyrstu skólastigunum. Þannig verður í Brúnni hægt að miðla þekkingu, máta hugmyndir og undirbyggja ákvarðanir fagráða borgarinnar sem fara með mennta- og frístundamál.

Fyrir tilstilli Brúar hafa verið gerð hlaðvörp um hugtök og málefni sem snúa að skóla- og frístundamálum:

Hlaðvarp um skóla án aðgreiningar - Hrund Logadóttir.

Hlaðvarp um barna- og unglingalýðræði - Eygló Rúnarsdóttir.

Hlaðvarp um hugtakið sjálfbærni - Helena Óladóttir.

Efni frá eldri Brúarfundum

9. fundur Brúar fimmtudaginn 25. nóvember 2010 um heilbrigði og sjálfbærni á öllum skólastigum.
Fjallað var m.a. um útikennslu og heilsueflingu í skólum. Sjá fundargerð.

8. fundur í Brú var haldinn miðvikudaginn 3. mars 2010 kl. 15.00 - 17.00.
Yfirskrift fundarins var Samfella í skólastarfi, tækifæri og tálmar.
Dagskrá:

 •  Krikaskóli - samfelldur leik- og grunnskóli í Mosfellsbæ - Þrúður Hjelm, skólastóri í Krikaskóla.
 •  Samfella eða rof - Hvað viljum við? - Niðurstöður rannsóknar um nám á mörkum leik- og grunnskóla annars vegar og grunn- og framhaldsskóla hins vegar. Gerður G. Óskarsdóttir, rannsakandi og fyrrverandi fræðslustjóri.
 • Fljótandi skil grunn- og framhaldsskóla -Reynslan í FS, hvert verður nú framhaldið?
 • Kristján Ásmundsson, settur skólameistari FS. Sjá glærur. 

Sjá fundargerð. 

7. fundur í BRÚ var haldinn 30. nóvember 2009.
Yfirskrift fundarins var Skólinn og börn af erlendum uppruna.


6. fundur í BRÚ var haldinn 30. september 2009.
Þá var umfjöllunarefnið: Læsi á öllum skólastigum.

 • Staða lestrarkennslu í grunnskólum
  Guðrún Edda Bentsdóttir, Menntasviði. Sjá glærur.
 • Þróun lesturs frá fæðingu til fullorðinsára
  Steinunn Torfadóttir, lektor við Háskóla Íslands: Sjá glærur. 
 • Rödd foreldra
  Guðrún Valdimarsdóttir, fulltrúi frá SAMFOK: Sjá glærur. 

Sjá fundargerð.
 

5. fundur í samráðsvettvanginum BRÚ var haldinn 29. apríl 2009.
Þá var umfjöllunarefnið: Hugleiðingar um skil grunn- ogframhaldsskóla íl jósi nýrra laga.

 • Fanný Gunnarsdóttir, námsráðgjafi. Sjá erindi.
 • Námsmat við lok grunnskóla: Forspá um gengi í námi eða vottun um kunnáttu í námsgreinum
  Meyvant Þórólfsson, lektor við Háskóla Íslands. Sjá glærur.
 • Námsáhugi nemenda.
  Amalía Björnsdóttir, dósentvið Háskóla Íslands. Sjá glærur.
 • Innritun íframhaldsskóla, ný lög, nýjar reglur
  Sölvi Sveinsson, verkefnastjóri menntamálaráðuneytinu. 

Fundarstjóri: Fanný Gunnarsdóttir, námsráðgjafi

Sjá fundargerð.
 

4. fundur í samráðsvettvanginum BRÚ var haldinn 12. mars 2009.
Þá var umfjöllunarefnið Velferð barna í ljósi efnahagsástandsins.

Dagskrá

 • Ávarp.
  Fanný Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps Brúar.
 • Börnin í borginni.
  Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík. Fyrirlestrarglærur.
 • Leiðir til að þjappa hópnum saman
  Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Fellaborg. Fyrirlestrarglærur.
 • Hvað gerum við í Norðlingaskóla?
  Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri. Fyrirlestrarglærur. 
 • Hvernig snúa málin að framhaldsskólanum?
  Hrönn Baldursdóttir, námsráðgjafi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Fyrirlestrarglærur.
 • Nýtt sjónarhorn.
  Atli Harðarson, aðstoðarskólameistari við Fjölbrautaskóla Vesturlands.
 • Fundarstjóri: Marta Guðjónsdóttir (fyrirlestrarglærur)
  og Oddný Sturludóttir.

Sjá fundargerð

3. fundur í samráðsvettvanginum BRÚ var haldinn 22. apríl 2008.

Dagskrá

Sammála - Hlutlaus - Ósammála. Rödd foreldra í viðhorfskönnunum.
Hildur Björk Svavarsdóttir deildarstjóri tölfræði- og rannsóknaþjónstu leikskóla- og menntasviðs. Fyrirlestrarglærur. 

Foreldrasamstarf - hvers vegna? hvernig?
Nanna Kristín Christiansen, verkefnastjóri á Menntasviði.
Sjá glærur úr fyrirlestri hennar. 

Allir í sama liði
Hera Sigurðardóttir kennari og Kristín Eyjólfsdóttir foreldri í Vesturbæjarskóla.
Sjá kynningarglærur þeirra. 

Samstarf foreldra og leikskóla
Jónína Konráðsdóttir, leikskólastjóri í Sólborg.
Sjá glærur úr fyrirlestri hennar. 

Sjá fundargerð


2. fundur í samráðsvettvanginum BRÚ var haldinn 27. febrúar 2008.
Þá var umfjöllunarefnið Leiðir til að styðja jákvæða hegðun, s.s. með PBS-kerfinu og um hugmyndafræðina Uppeldi til ábyrgðar.

Sjá glærur með fyrirlestri Guðlaugar Erlu Gunnarsdóttur aðstoðarskólastjóra í Álftanesskóla, sem kynnti hugmyndafræðina Uppeldi til ábyrgðar.

Sjá glærur úr fyrirlestri Margrétar Birnu Þórarinsdóttur sálfræðings við Þjónustumiðstöð Breiðholts sem kynnti PBS-kerfið, Postitive bahaviour Support -ð stuðning við jákvæða hegðun. 

PBS í leikskólanum Suðurborg.

 Sjá fundargerð. 

1. fundur BRÚAR var haldinn 28. nóvember 2007.
Þar fjallaði Dr. Gerður G. Óskarsdóttir fyrrverandi fræðslustjóri um rannsóknarverkefni sitt um skil skólastiga og Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskóla Íslands sagði frá samstarfsverkefnum skólans við leik- og grunnskóla. Þá ávörpuðu formenn fagráðanna, Sigrún Elsa Smáradóttir og Oddný Sturludóttir fundarmenn. Dagur B. Eggertsson sat einnig fundinn og tók þátt í umræðum.
Sjá fundargerð af fyrsta fundi Brúar.