Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að til verði fjölbreyttur og sveigjanlegur húsnæðismarkaður sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki.

Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var lögð fyrir borgarráð 28. október 2021. Hér má sjá fyrri útgáfur af húsnæðisáætlunum borgarinnar

Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er sett fram til að mæta áskorunum á húsnæðismarkaðnum og markmiðum Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum. Hún byggir á stefnumörkun Reykjavíkurborgar á sviði húsnæðismála og á lagaumgjörð og greiningum á stöðu á húsnæðismarkaðinum. Í henni eru skilgreind helstu byggingarsvæði í Reykjavík og hvernig uppbyggingu íbúðahúsnæði í þágu allra borgarbúa verður háttað í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, húsnæðissamvinnufélög, samtök eldri borgara, stúdenta og einkaaðila.

Á þessum vef má sjá ýmsar upplýsingar um húsnæðisstefnu og húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar - en uppfærsla hennar var samþykkt á fundi borgarráðs 28. október 2021. Uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík eru gerð skil á árvissum kynningarfundum sem borgarstjórinn í Reykjavík stendur fyrir. .

Sjá kynningarfundi um uppbyggingu íbúða.