Snjóhreinsun og hálkuvarnir
Þegar snjór fellur í Reykjavík eða hálka myndast er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun vetrarþjónustu. Aðstæður eru vaktaðar reglubundið og mannskapur kallaður út eftir þörfum. Hér er lýst hvernig við stöndum að þessu verkefni hvort sem það er snjóhreinsun, snjómokstur og/ eða hálkueyðing.
Snjóvaktin
Snjóvakt með skipulögðum bakvöktum er í Reykjavík frá því í nóvember til loka mars (frá 46. viku til loka 13. viku) og utan þess tíma eftir þörfum. Aðstæður eru metnar oft, meðal annars kl. 3.00 á nóttunni. Starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktakar á vegum borgarinnar eru ræstir út þegar aðstæður kalla á viðbrögð.
Forgangsröðun í stuttu máli
Vinna við snjóhreinsun hefst oft klukkan fjögur um nótt.
Nánari lýsingu á vetrarþjónustu er að finna í þjónustuhandbók.
Á hinum fullkomna degi þegar góð samstilling næst við máttarvöldin og hvorki frýs né bætir í snjó eftir að búið er að skafa eða sanda gengur áætlunin eftir. Reynslan kennir okkur þó að oft þarf að fara aftur á byrjunarreit og þá reynir á að íbúar sýni skilning á aðstæðum og skilji að tímaáætlanir geta gengið úr skorðum. Við búum nú einu sinni á Íslandi.
Hvenær er gatan mín rudd?
Íbúar vilja eðlilega vita hvenær þeirra gata verður rudd. Eins og segir hér að framan njóta stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur forgangs.
Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfærar einkabílum, mikil hálka, eða snjódýpt meiri en 15 cm. Út af þessari reglu hefur þó verið brugðið ef talin er hætta á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast. Snjóhreinsun takmarkast við að gera þessar götur akfærar og við hálkueyðingu er ýmist notaður sandur eða salt. Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningar sem Reykjavíkurborg sér ekki um að hreinsa. Það fellur því í hlut íbúanna sjálfra að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum.
Salt eða sandur?
Kostnaður við vetrarþjónustu
Kostnaður við snjóhreinsun og hálkueyðingu er breytilegur milli ára og fer að mestu eftir veðurfari, en þó telur vissulega einnig að gatna- og stígakerfi hefur stækkað í áranna rás. Kröfur hafa einnig aukist og hitastýringar notaðar við snjóbræðslu.
Hlutfallslega skiptingu kostnaðar við snjóhreinsun og hálkueyðingu má sjá á meðfylgjandi mynd. Tölur eru teknar saman í nóvember 2020 og eru fyrir utan kostnað Vegagerðarinnar af vetrarþjónustu á stofnbrautum.
Kostnaður eftir árum:
2009 = 291,5 mkr.
2010 = 213 mkr.
2011 = 380,9 mkr.
2012 = 596,5 mkr.
2013 = 436 mkr.
2014 = 602,6 mkr.
2015 = 751,8 mkr.
Veturinn 2009 – 2010 = 232,7 mkr.
Veturinn 2010 – 2011 = 276,2 mkr.
Veturinn 2011 – 2012 = 576,4 mkr.
Veturinn 2012 – 2013 = 474,9 mkr.
Veturinn 2013 – 2014 = 492,5 mkr.
Veturinn 2014 – 2015 = 702,7 mkr.
Veturinn 2015 – 2016 = 736,1 mkr.
Veturinn 2019 – 2020 = 819,8 mkr.
Vegalengdir í þjónustu
Þau sem hafa áhuga á að skoða þær vegalengdir sem lagðar eru að baki í vetrarþjónustu fá hér eitthvað við sitt hæfi. Hafa má í huga að þegar snjóar eftir að ruðningur hefst getur þurft að byrja á forgangsleiðum á ný áður en hringnum er lokað og því vill oft bætast við þær vegalendir sem lagðar eru að baki. Til hliðsjónar má hafa að hringvegurinn (þjóðvegur nr. 1) er 1.321 km. Tölur eru teknar saman hjá landupplýsingadeild Reykjavíkurborgar í nóvember 2020.
Götur | Ruðningslengd (metrar) | Götulengd (metrar) |
Þjónustuflokkur 1 Reykjavíkurborg | 375.240 | 201.051 |
Þjónustuflokkur 2 Reykjavíkurborg | 171.027 | 88.343 |
Þjónustuflokkur 3 Reykjavíkurborg | 417.040 | 217.557 |
Upphitað | 8.565 | 8.565 |
Þjónustuflokkur 1 Vegagerðin | 249.370 | 115.403 |
Samtals götur: | 1.221.242 | |
Göngu- og hjólaleiðir | Ruðningslengd (metrar) | |
Þjónustuflokkur 1a | 77.547 | |
Þjónustuflokkur 1 | 212.689 | |
Þjónustuflokkur 2 | 163.866 | |
Þjónustuflokkur 3 | 119.793 | |
Þjónustuflokkur 4 | 226.288 | |
Upphitað | 25.331 | |
Samtals göngu- og hjólaleiðir: | 825.515 | |
Ruðningsleiðir og upphitun: | 2.046.757 |
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur má fara. Þú getur sett inn ábendingu og upplýsingar í ábendingakerfið okkar >>> SETJA INN ÁBENDINGU <<< eða hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, í síma 4 11 11 11. Starfsmenn þar færa þá ábendingu inn í kerfið.
Opið kl. 8.20 - 16.15 alla virka daga. Netfang: upplysingar@reykjavik.is. Á snjóþungum dögum er annríki mikið í þjónustuveri og biðjum við íbúa um að sýna biðlund á slíkum stundum.