Fatlað fólk getur þurft stuðning til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríki lífi á eigin forsendum og taka virkan þátt í samfélaginu. Reykjavíkurborg hefur samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) að leiðarljósi í þjónustu við fatlað fólk. Í honum felst viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og því að fatlað fólk njóti mannréttinda til jafns við aðra.  

 

Þjónusta og stuðningur

Fatlað fólk sem þarfnast stuðnings getur átt rétt á almennri félagsþjónustu og/eða sértækari þjónustu í þeim tilvikum sem stuðningsþörf er sértækari eða umfangsmeiri. Reykjavíkurborg veitir fötluðu fólki margvíslegan stuðning. Helstu þjónustuþættir eru eftirfarandi:

  • Sérhæfð ráðgjöf
  • Stuðningsþjónusta
  • Stoðþjónusta
  • Heimsendur matur
  • Akstursþjónusta fatlað fólks
  • Sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk
  • Styrkir til náms og verkfæra- og tækjakaupa
  • Húsnæði fyrir fatlað fólk
  • NPA og notendasamningar

Jafnframt veitir Reykjavíkurborg fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra fjölbreyttan stuðning:

  • Námskeið og fræðsla
  • Uppeldisráðgjöf
  • Stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn
  • Skammtímadvöl fyrir fötluð börn
  • Heimili fyrir fötluð börn


Umsóknir og samskipti

Sótt er um þjónustu með því að fylla út umsókn og skila á þjónustumiðstöð í því hverfi þar sem umsækjandi á lögheimili. 

Allar nánari upplýsingar um þjónustu og stöðu umsókna og mála má nálgast á þjónustumiðstöðvum velferðarsviðs

Einnig má hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar í s. 4 11 11 11 til að fá samband við þjónustumiðstöðvar og aðra starfsstaði.