Hjólakort

Heildarkort eru ekki lengur gefin út á pappírsformi. Unnið er að nýrri gerð korta sem verða birt hér þegar þau eru tilbúin. Hjólreiðafólk getur notað OpenStreetMap á meðan. (27.9.2018)

    Heildarkort af höfuðborgarsvæðinu 2014 (PDF útgáfa - 8,7 Mb).
    Heildarkort af höfuðborgarsvæðinu 2012 (PDF útgáfa - 12,9 Mb).
    Heildarkort af höfuðborgarsvæðinu 2011 (PDF útgáfa - 5,3 Mb).
    Hjólreiðakort 2012 (PDF útgáfa -12,95 Mb).
    Hjólastígakort við Árbæjarstíflu 2011 (PDF útgáfa - 2,9 Mb).
    Hjólastígakort við Breiðholtsbraut 2011 (PDF útgáfa - 2,9 Mb).
    Hjólastígakort við Gullinbrú 2011 (PDF útgáfa - 2,8 Mb).
    Hjólastígakort við Korpúlfsstaði 2011 (PDF útgáfa - 2,3 Mb).
    Hjólastígakort við Nauthólsvík 2011 (PDF útgáfa - 2,4 Mb).
    Hjólastígakort við Rauðavatn 2011 (PDF útgáfa - 2,8 Mb).
    Hjólastígakort við Reykjanesbraut 2011 (PDF útgáfa - 2,7 Mb).
    Hjólastígakort við Suðurlandsbraut 2011 (PDF útgáfa - 2,7 Mb).
    Hjólastígakort í Vesturbæ 2011 (PDF útgáfa - 2,3 MB).

 

    Heildarkort af Reykjavík 2010 (PDF útgáfa - 2,7 Mb).
    Kort gefið út í tilefni Samgönguviku 2007 (PDF útgáfa - 7,5 Mb).
    „Korters-kort“ gefið út í tilefni Samgönguviku 2006 (PDF útgáfa - 0,65 Mb).

 

Áningarstaðir

Sex áningarstaðir eru nú við stígakerfið, þar sem vegfarendur geta kastað mæðinni og notið útsýnisins, skoðað göngu- og hjólastígakort fyrir höfuðborgarsvæðið og gripið í nesti. Staðsetning áningarstaða er valin með tilliti til hvar þeir koma flestum til góða, en ekki síður hvernig tekið er á móti ferðamönnum sem koma hjólandi að borgarmörkum og þeim vísað af umferðaræðum inn á stígakerfi borgarinnar. Áningarstaðirnir eru hannaðir af Kjartani Mogensen landslagsarkitekt.

Kortin

Á hverjum áningarstað er kortastandur með tveimur kortum. Öðru megin er yfirlitskort fyrir höfuðborgarsvæðið, en hinumegin er kort sem sýnir næsta nágrenni með ítarlegum upplýsingum. Yfirlitskortið sýnir tegund, númer og lengdir stíga; áningarstaði, sjúkrahús, flugvelli og tjaldstæði. Deilikortin sýna hins vegar næstu tvo til fjóra kílómetra út frá áningarstað, með nánari upplýsingum fyrir ferðamenn: söfn, kirkjur, sundlaugar og fleira. Einnig eru bekkir við stíga merktir inn á deilikortin og táknmyndir bygginga, sem hægt er að nota sem kennileiti.

Merkingar og númer

Göngu- og hjólastígakerfi Reykjavíkur er unnið eftir danskri fyrirmynd og er byggt upp á sama hátt og númerakerfi íslenska vegakerfisins. Númerakerfið er sameiginlegt fyrir allt höfuðborgarsvæðið og reyndar er mögulegt að nota það fyrir göngu- og hjólastíga á landinu öllu.

Unnið er að uppbyggingu og viðhaldi stígakerfisins á hverju ári og eru kortaupplýsingar á áningarstöðum og á vefnum uppfærðar í samræmi við þá vinnu.