Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar annast framkvæmd almennrar þjónustu fyrir eldri borgara, það er taka á móti umsóknum, meta og samþykkja þar sem við á. Á þjónustumiðstöðvum í hverfum Reykjavíkur eru sérfræðingar í málefnum aldraðra sem veita ráðgjöf og upplýsingar um ýmis mál.