Bindandi stefnumörkun og skipulagsákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur 2040

Eru sett fram í greinargerð (grænt hefti) og á þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttum. Greinargerðin og skipulagsuppdrættirnir mynda A-hluta aðalskipulagsins. Skipulagsgögn í A-hluta eru aðal verkfæri skipulagsyfirvalda við ákvarðanatöku dags daglega og sá hluti aðalskipulagsins sem háður er lögformlegum breytingum samkvæmt skipulagslögum. Umhverfismat, forsendur og skýringargögn eru að finna í B-hluta aðalskipulagsins og ber að horfa til þeirra, eftir því sem ástæður kalla á, við ágreining um túlkun einstakra ákvæða og markmiða og þegar ráðist er í stakar breytingar á stefnunni í framtíðinni eða ákveðið að taka til endurskoðunar valda þætti stefnunnar. Um önnur fylgiskjöl sjá greinargerð aðalskipulagsins. Gögn verða einnig gerð aðgengileg í skipulagssjá á næstunni. 

 

Bindandi stefna (A-hluti)

Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, greinargerð, ásamt viðaukum (grænt hefti)

Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, þéttbýlisuppdráttur, 1:20.000

Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, sveitarfélagsuppdráttur, 1:50.000

 

Leiðbeinandi forsendur og skýringargögn (B-hluti)

Megin forsendur, umhverfismat, hugmyndafræði og áherslur sem eru leiðbeinandi og höfð til hliðsjónar við frekari breytingar á aðalskipulaginu, túlkun hinnar bindandi stefnu og eftir atvikum við mótun skipulags og ákvarðanatöku á neðri stigum skipulagsgerðar:

Umhverfisskýrsla: Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, Endurskoðuð stefna um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til 2040 (september 2021, VSÓ-ráðgjöf), sjá einnig til hliðsjónar eldri umhverfisskýrslu VSÓ-ráðgjafar (júlí 2013)

Reykjavík 2040. Kynningarrit um uppfærslu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 ( blátt hefti)

Eldri kaflar AR2010–2030 eru til leiðbeiningar og hafa þeir fengið nýja yfirskrift, ásamt skýringum um það sem hefur verið fellt úr gildi. Öll bindandi markmið og ákvæði sem sett eru fram í viðkomandi köflum og halda gildi sínu, eru einnig sett fram í græna heftinu í A-hluta. Ef upp kemur misræmi milli þess sem kemur fram í A-hluta aðalskipulagsins og þess sem kemur fram í neðangreindum köflum, gildir það sem sett er fram í A-hlutanum.

Borgin við Sundin

Skapandi borg

Græna borgin

Vistvænar samgöngur

Borg fyrir fólk

Miðborgin

 

Breytingar í vinnslu

Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Borgarlínan í Reykjavík. 1. lota Borgarlínunnar | Ártún – Fossvogsbrú.  Vinnslutillaga í forkynningu (janúar 2021, unnin af VSÓ-ráðgjöf).