Samferða Reykjavík

Stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík. Samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þann 16. Júní 2015

Strætó

Strætó bs. hóf starfsemi 1. júlí 2001. Saga almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu nær aftur til ársins 1931. Það ár var fyrirtækið Strætisvagnar Reykjavíkur hf. stofnað. Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Meginhlutverk Strætó er að veita almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna, innan þess fjárhagsramma sem samlaginu er sett, og nýta það fjármagn sem best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna, ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara.

Bílahús

Sjö bílastæðahús eru staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Nálgast má lista yfir bílahús hér á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Hreinsun gatna

Reykjavíkurborg sér um hreinsun og þvott á götum, bílastæðum við götur og skóla og á gönguleiðum. Jafnframt hreinsun á rusli á hluta skólalóða og grassvæðum í götunánd.

Hjólaborgin Reykjavík

Hjólreiðaáætlun er ætlað að skapa umhverfi sem hvetur til hjólreiða þannig að Reykjavík verði góð hjólaborg. Í framtíðarsýn Reykjavíkurborgar felst meðal annars að aðstaða til hjólreiða í Reykjavík hvetji borgarbúa til að njóta útivistar jafnframt því að sinna erindum sínum á reiðhjólum.