Skráning í Vinnuskólann

Öllum nemendum sem koma úr 8., 9. og 10. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur býðst að koma til starfa í Vinnuskólanum í sumar. Foreldrar skrá sína unglinga í gegnum þar til gerðan hlekk á heimasíðu skólans, Vinnuskoli.is.

Starfstími og starfsstöðvar

Starfstímabil nemenda eru breytileg en síðustu ár hafa þau verið þrjú talsins og hvert þeirra þriggja vikna langt. Það fyrsta hefst að jafnaði stuttu eftir skólaslit og hinu síðasta lýkur rétt fyrir miðjan ágúst.Hver nemandi fær úthlutað vinnu á einu tímabilanna. 8. bekkingar starfa í 3,5 tíma á dag en 9. og 10. bekkingar í 7 tíma.

Nemendum er raðað í hópa eftir aldri og búsetu. Yfirleitt raðast nemendur með jafnöldrum sínum úr sama skóla en ekki er gert ráð fyrir að vinir eða vinkonur raðist sérstaklega saman. Vinnuskólinn er með starfsstöðvar við flesta grunnskóla borgarinnar og margir nemendur raðast því í þann skóla sem þeir búa næst.

Verkefni og fræðsla

Vinnuskólinn er útiskóli og flest öll verkefni skólans snúa að umhirðu gróðurs og beða víðs vegar í borgarlandinu og á stofnanalóðum. Helstu verkfæri sem notuð eru í starfi eru ýmis smá handverkfæri til beðavinnu, skóflur, hrífur og hjólbörur auk sláttuvéla og -orfa. Nemendur úr 10. bekk geta sótt um að starfa við annað en garðyrkju.

Nemendur fá fræðslu úti á vettvangi um umhverfismál auk þess sem 10. bekkur fær til sín Jafningjafræðslu Hins hússins.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Fyrirspurnir má senda gegnum tölvupóst á netfangið vinnuskoli@reykjavik.is eða síma 4 11 11 11.