Ósk um endurmat er oftast vegna breytinga á starfi, þ.e. helstu verkefni eða skyldur starfs hafa breyst. Starfsmanni eða stofnun ber þá að leggja inn sérstaka endurmatsbeiðni

Forsendur endurmats á starfi

Ósk um endurmat er oftast vegna breytinga á starfi, þ.e. helstu verkefni eða skyldur starfs hafa breyst. Ef breytingar hafa orðið á starfi skal starfsmaður óska eftir fundi með næsta yfirmanni og/eða starfsmannastjóra sviðs þar sem farið er yfir umfang þeirra breytinga sem hafa orðið á starfinu þar sem tekin er afstaða til þess hvort að breytingarnar séu það umfangsmiklar að ástæða sé til að óska eftir endurmati.  Í kjölfar breytinganna þarf að gera nýja starfslýsingu fyrir starfið.

Endurmatsbeiðni

Starfsmanni eða stofnun ber að leggja inn sérstaka endurmatsbeiðni, en skv. 20. gr. starfsreglna starfsmatsnefndar er gert ráð fyrir að stofnun sé umsagnaraðili um endurmatsbeiðni starfsmanns. Óheimilt er því að leggja fram sameiginlega beiðni um endurmat af hálfu starfsmanns og stofnunar.

Þegar óskað er eftir endurmati þarf að útbúa og útfylla viðeigandi gögn:

  • spurningalista starfsmats,
  • beiðni um endurmat,
  • samþykkta starfslýsingu frá yfirmanni /sviði.

Endurmatsbeiðni skal senda á netfang starfsmatsins starfsmat@reykjavik.is eða í pósti á

Starfsmat / Starfsmatsnefnd
Ráðhúsi Reykjavíkur
Tjarnargötu 11
101 Reykjavík

Úrvinnsla niðurstaðna

Starfsmatsráðgjafar fara yfir innsenda endurmatsbeiðni og vinna úr gögnum.  Að því loknu eru gögn lögð fyrir starfsmatsnefnd sem tekur þau til meðferðar og umræðu.  Að lokinni vinnu starfsmatsnefndar tekur hún ákvörðun um niðurstöðu matsins.

Þegar einróma samkomulag nefndarinnar hefur náðst er tilkynning um það send viðkomandi starfsmanni og starfsmannastjóra sviðsins.  Þá eru sundurliðuð stig og starfsyfirlit fyrir starfið birt á innri og ytri vef Reykjavíkurborgar.