Engin tilboð bárust í byggingarrétt lóðanna.

Skipting lóðanna er eftirfarandi:

Fyrirvari: Upplýsingar sem eru gefnar hér í töflu um stærð lóða er að finna í deiliskipulagi fyrir Esjumela. Stangist þessar upplýsingar á við upplýsingar gefnar í lóðaruppdrætti eða deiliskipulagi, gilda upplýsingar sem fram koma á lóðaruppdrætti og deiliskipulagi framar ofangreindri töflu.

Leitað er eftir tilboðum í allan byggingarrétt hverrar lóðar fyrir sig. Aðeins lögaðilar geta boðið í byggingarrétt hverrar lóðar. Heimilt er að bjóða í allar lóðirnar en gefa verður eitt stakstætt tilboð í hverja lóð.

Auk byggingaréttar þarf lóðarhafi að greiða gatnagerðargjald sem ákvarðast í samræmi við flatamál þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt deiliskipulagi. Þá þarf lóðarhafi að greiða önnur lögbundin gjöld, s.s. byggingarleyfisgjald og tengigjald fráveitu og önnur heimlagnagjöld.

Skilafrestur tilboða til móttöku Ráðhúss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, er til kl. 13:00 fimmtudaginn 9. janúar 2020.

Tilboð verða opnuð sama dag í fundarherberginu Pollurinn kl. 13:15 að viðstöddum þeim tilboðsgjöfum sem þess óska.

Tengd skjöl