Til sölu er byggingarréttur lóðanna Járnsléttu 4 og Járnsléttu 6. Heimilt er að byggja atvinnuhúsnæði á lóðunum.
Skipting lóðanna er eftirfarandi:
Járnslétta 4
Lóðin er 4.229 m2 og byggingarmagn ofanj. er 1.691,6 m2.
Verð byggingarréttar er 8.458.000 kr.
Járnslétta 6
Lóðin er 4.229 m2 og byggingarmagn ofanj. er 1.691,6 m2.
Verð byggingarréttar er 8.458.000 kr.
Fyrirvari: Upplýsingar sem eru gefnar hér í töflu um stærð lóða er að finna í deiliskipulagi fyrir Esjumela. Stangist þessar upplýsingar á við upplýsingar gefnar í lóðaruppdrætti eða deiliskipulagi, gilda upplýsingar sem fram koma á lóðaruppdrætti og deiliskipulagi framar ofangreindri töflu.
Auk byggingaréttar þarf lóðarhafi að greiða gatnagerðargjald sem ákvarðast í samræmi við flatamál þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt deiliskipulagi. Þá þarf lóðarhafi að greiða önnur lögbundin gjöld, s.s. byggingarleyfisgjald og tengigjald fráveitu og önnur heimlagnagjöld.
Um sölu byggingarréttar gildir eftirfarandi:
- Almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar á föstu verði í Reykjavík - júní 2021
- Almennir lóða- og framkvæmdaskilmálar Reykjavíkurborgar frá 13. júní 2013, með síðari breytingum.
- Deiliskipulag fyrir Esjumela, auglýst í B-deild 28. október 2016.
- Breyting á deiliskipulagi athafnasvæði Esjumelar – Varmidalur sem tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 6. júlí 2018.
- Breyting á deiliskipulagi athafnasvæði Esjumelar – Varmidalur sem tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 13. september 2019.
- Meðhöndlun ofanvatns á Esjumelum (Deiliskipulagssvæði B).
- Mæliblað lóða dags. 29. nóvember 2019.
- Umsóknareyðublað um lóð
- Gatnagerðargjald