Tilboð í byggingarrétt lóðarinnar Fossvogsvegur 8 voru opnuð í Borgartúni 12-14 þann 4. desember 2017. Upplýsingar um tilboð sem bárust er að finna hér.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Til sölu er byggingarréttur fyrir fimmtán íbúðir á Fossvogsvegi 8.
Gert er ráð fyrir að 11 íbúðir, sem mega vera allt að 144 fermetrar að stærð, verði á tveimur hæðum hver og fylgi þeim 48 fermetra þaksvalir. Þá verði fjórar íbúðir á einni hæð allt að 192 fermetrar að stærð. Þrjár þeirra verða með 144 fermetra þaksvölum og ein íbúð með 48 fermetra þaksvölum. Byggingarréttur í heild er allt að 3.008 fermetrar.
Skila skal skriflegu kauptilboði á tilboðsblaði í lokuðu umslagi merkt „Fossvogsvegur 8“ til Þjónustuvers Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14, fyrir kl. 13:00 mánudaginn 4. desember. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 13:15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Um útboð á sölu byggingarréttar og úthlutun lóðarinnar gildir eftirfarandi:
- Úthlutunar- og útboðsskilmálar fyrir sölu byggingarréttar á lóðinni Fossvogsvegur 8.
- Deiliskipulag fyrir Vigdísarlund sem tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 4. júlí 2017.
- Lóðaruppdráttur fyrir lóðina dags. 7. september 2017.
- Almennir lóða- og framkvæmdaskilmálar Reykjavíkurborgar frá 13. júní 2013.
- Tilboðsblað.