Hér má finna algengar spurningar og svör varðandi fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar.

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar getur þú sent tölvupóst á rfa@reykjavik.is, hringt í 411-1111 eða leitað frekari upplýsinga á þjónustumiðstöð í þínu hverfi.

Ferli umsóknar um fjárhagsaðstoð

Sýna allt Loka öllu

Framfærsla til þeirra sem geta ekki aflað sér lífsviðurværis.

Ef þú hefur náð 18 ára aldri, átt lögheimili í Reykjavík og uppfyllir skilyrði um tekjur og eignir.

Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík og hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Aðstoðin getur verið í formi láns eða styrks.

Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, meðal annars vegna heimilisaðstoðar, náms eða óvæntra áfalla, sbr. reglur Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð.

Þú getur sótt um rafrænt á vefsíðu Reykjavíkurborgar https://fjarhagsadstod.reykjavik.is/ og á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar.

Umsókn fer í úrvinnslu hjá rafrænu teymi eða frekari vinnslu hjá starfsmanni á þjónustumiðstöð.

Þú færð upplýsingar varðandi gagnaskil þegar umsókn fer í úrvinnslu. Gerð er krafa um að kannaður sé réttur úr öðrum kerfum og staðfestingu á því sé skilað inn.

Þá hefur þú rétt á að áfrýja niðurstöðu til velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

  • Hversu langur tími má líða frá því að umsókn er synjað þar til ég legg inn beiðni um áfrýjun?
    Hámark fjórar vikur.

 

 

  • Hversu langur tími má líða þar til kæra berst úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála? 
    Hámark 3 mánuðir.

Upphæð fjárhagsaðstoðar

Sýna allt Loka öllu

Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 212.694 krónur á mánuði og 340.310 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð en heimilishald hefur áhrif á upphæð fjárhagsaðstoðar, sjá nánar upplýsingar um grunnfjárhæðir í 10. grein reglna um fjárhagsaðstoð.

Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna.

Öll fjárhagsaðstoð til framfærslu er skattskyld og af henni er reiknuð staðgreiðsla skatta.

Tekjur í mánuðinum á undan sem eru hærri en fjárhagsaðstoðin geta haft áhrif á upphæð og rétt til fjárhagsaðstoðar.

Ef þú vilt nýta uppsafnaðan persónuafslátt eða nota hluta af honum þá sendir þú upplýsingar á netfangið rfa@reykjavik.is.

Greiðslur fjárhagsaðstoðar

Sýna allt Loka öllu

Greitt er inn á bankareikning umsækjanda ef réttur er til staðar.

Nei, þjónustan er kostnaðarlaus.

Lög og reglur

Sýna allt Loka öllu

Skylt er að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar, sbr. IV. og VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum, sbr. og IV. kafla reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg.

Annað

Sýna allt Loka öllu

Ef þú greiðir meðlag með barni sem á lögheimili á Íslandi getur þú skilað inn staðfestingu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga um að þú sért með samning eða sért í skilum með greiðslur. Ef þú uppfyllir skilyrði getur þú fengið hækkun á fjárhæð fjárhagsaðstoðar sem um nemur meðlagsupphæð, upphæðin er greidd inn á Innheimtustofnun sveitarfélaga.

Þá þartu að kanna rétt til atvinnuleysisbóta og sýna fram á að þú sért í virkri atvinnuleit.

Þá þarftu að skila inn læknisvottorði sem staðfestir tímabil óvinnufærni, kanna rétt úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga og athuga með rétt til sjúkradagpeninga frá Sjúkratryggingum Íslands.