Tilboð voru opnuð 8. júní 2020 - skoða fundargerð.

Reykjavíkurborg leitar eftir kauptilboðum í byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni Hraunbær 143.

Á lóðinni er heimilt að byggja 58 íbúðir í 6.176 fermetrum ofanjarðar og 665,8 fermetra bílastæðakjallara. Heildarbyggingarmagn ofan- og neðanjarðar er 8.491,8 fermetrar. Bílakjallari er valkvæður.

Félagsbústaðir eiga kauprétt á sex íbúðum á lóðinni á verði sem ákvarðast skv. lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 og reglugerð sett skv. þeim.

Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is.  Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Undirrituðum tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en kl. 14:00 þann 8. júní 2020.

Gæta skal þess að tilboð lögaðila séu staðfest af þeim sem hefur/hafa heimild til að skuldbinda félagið.

Niðurstaða útboðs verður birt á þessari vefsíðu eftir opnun tilboða.