Í leikskólum borgarinnar eru um 18% barna af erlendum uppruna og í nokkrum skólum er hlutfallið mun hærra. Því er mikilvægt er að leikskólastarf í nútíma samfélagi endurspegli fjölbreytileika  mannlífsins. Framlag barna af erlendum uppruna og foreldra þeirra auðgar daglegt starf leikskólanna með ýmsu móti og skapar tækifæri til að kynnast annarri menningu og tungumálum.

Í leikskólanum er lagður grunnur að íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en um leið er mikilvægt að styðja foreldra þeirra og hvetja til að nota og viðhalda móðurmáli sínu og virða sinn menningarlega uppruna. Samtökin móðurmál styðja við foreldra og eru með móðurmálskennslu í ýmsum tungumálum fyrir börn frá unga aldri.
Leikskólinn Sólborg er ráðgefandi leikskóli fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn og í íslensku táknmáli. 

Ýmsar upplýsingar á erlendum tungumálum fyrir foreldra

Á fjölmenningarvefnum www.allirmed.is eru margar hugmyndir um það hvernig leikskólar geta unnið með margbreytileikann og bætt þjónustu við alla foreldra. Sjá einnig vef um Menningarmót og námstoð Heilahristingur.

Túlkur

Ef þörf er á túlk bjóða m.a. Alþjóðasetur, Inter Cultural Iceland, og Jafnréttishús upp á túlkaþjónustu en gerðir eru rammasamningar um túlkaþjónustu í Reykjavík. Í Fjölmenningarsetri er veitt aðstoð og ráðgjöf. 
 

Verkefnastjóri og ráðgjafi vegna fjölmenningarlegs leikskólastarfs er Saga Stephensen.