Margir byrja snemma að leita að dagforeldri fyrir barn sitt.  Hægt er fá upplýsingar um laus pláss hjá dagforeldrum á heimasíðu Reykjavíkurborgar, facebook hópum (Dagforeldrar – laus pláss) og bland.is  en auk þess eru margir dagforeldrar með heimasíðu eða facebook síðu fyrir starfsemina.
Mikilvægt er að heimsækja dagforeldra og skoða aðstöðu og áherslur áður en ákvörðun um vistun barns er tekin.  Hér fyrir neðan er hægt að horfa á viðtöl við nokkra foreldra um hvernig þau fundu pláss hjá dagforeldri og hvað þeim fannst mikilvægt að hafa í huga.