• Frístundastarf

Vinnuskólinn

Öllum nemendum úr 9. og 10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík býðst starf hjá Vinnuskólanum í sumar.Vinnutímabilin í sumar verða tvö, þrjár vikur hvort. Foreldrar unglinga skrá þá í vinnuskólann í gegnum Rafrænu Reykjavík, undir fyrirsögninni "Atvinna hjá Reykjavíkurborg." Skráningarfrestur er til föstudagsins 15. maí.
 

Námskeið og frístundastarf

Skoða má öll frístundatilboð fyrir börn og unglinga á www.fristund.is en þar eru má leita upplýsinga um tómastundastarf eftir aldri, hverfum, efni og tíma.

Skólahljómsveitir

Reykjavíkurborg starfrækir fjórar skólahljómsveitir og einn tónlistarskóla á Kjalarnesi. Um 500 grunnskólanemendur eru í skólahjómsveitunum.

Í starfi þeirra er haft að leiðarljósi að auka víðsýni og þroska nemenda, rækta listræna hæfileika og efla sköpuargáfu. Í skólahljómsveitunum er stuðlað að aukinni tónlistariðkun og félagsþroska, stutt við tónlistaruppeldi grunnskólanema og leitast við að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Sótt er um nám í skólahljómsveit á Rafrænni Reykjavík. Innritun stendur yfir til 1. júní.