Ef grunur vaknar um hegðunar- eða þroskafrávik hjá barni ber leikskólastjóra samkvæmt lögum að bregðast við því. Í samráði við foreldra er gerð skrifleg áætlun um stuðning þótt ekki liggi fyrir staðfesting sérfræðings á þroskafrávikum.
Ef farið er fram á athugun eða ráðgjöf frá sérfræðiþjónustu á vegum þjónustumiðstöðvar er tilvísun fyllt út í samráði við foreldra. Þjónustan getur meðal annars verið sálfræðiathugun, talkennsla, sérkennsluráðgjöf eða félagsráðgjöf. Allur stuðningur sem barnið fær í byggir á góðu samstarfi foreldra og leikskólans til að tryggja sem best velferð og þátttöku barnsins í leikskólastarfinu.
Fötluð börn eru í öllum leikskólum borgarinnar, en tveir leikskólar eru sérhæfðir í vinnu með fötluðum börnum; Múlaborg og Sólborg og veita þeir öðrum leikskólum ráðgjöf.