• ""

Hjá dagforeldrum er hægt að fá dagvistun í heimahúsi fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Dagforeldrar vinna mikilvægt umönnunar- og uppeldisstarf og bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri velferð barna í þeirra umsjón. Þeir starfa sjálfstætt en þó samkvæmt leyfi frá Reykjavíkurborg. Dagforeldrar sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Gjaldskrá er frjáls og hvert dagforeldri setur fram sína gjaldskrá en  Reykjavíkurborg greiðir niður hluta dagvistunargjalda.

Að velja dagforeldri

Gæði í þjónustu dagforeldra í Reykjavík

Foreldrasamstarf í daggæslu

Dagvistunargjöld eru niðurgreidd 

Starfsleyfi, ráðgjöf og eftirlit

Meira um þjónustu dagforeldra