Einstaklingsnámskrá er ítarleg áætlun fyrir nemanda með fötlun eða miklar sérþarfir sem unnin er af kennara í samráði við foreldra og nemandann sjálfan, ef við á. Þetta á einnig við um bráðgera nemendur.
Veruleg frávik frá aðalnámskrá
Einstaklingsnámskrá byggir á aðalnámskrá en felur oft í sér veruleg frávik frá henni og tekur til markmiða, inntaks og leiða fyrir ákveðið tímabil.
Einstaklingsnámskrá byggir jafnframt á viðmiðum, greinandi prófum og skimunarprófum.