• Stúlka að teygja sig í úlpu.

Samkvæmt lögum um grunnskóla eiga skóladagar nemenda að vera 180 á tímabilinu frá 20. ágúst til 10. júní. Þar af skulu fullir kennsludagar vera 170 að lágmarki. Á þessu tímabili eru 5 starfsdagar kennara. Skólastjóri velur þá í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum.

Vikulegur kennslutími hvers nemanda í grunnskóla skal að lágmarki vera
4.800 mín. í 1. – 4. bekk
4.200 mín. í 5. – 7. bekk
4.400 mín´. Í 8. – 10. bekk.

Skóladagatal 2018-2019

Viðmiðunarstundarská

Aðalnámskrá gerir alla jafnan ráð fyrir því að námsgreinar og námssvið grunnskóla dreifist eðlilega á námstímann og samkvæmt faglegum sjónarmiðum. Engu að síður veitir viðmiðunarstundaskráin sveigjanleika innan námssviða og á milli áfanga en útfærslu á því skal birta í starfsáætlun skóla (aðalnámskrá grunnskóla- almennur hluti). Algengt er að um samþættingu námsgreina sé að ræða, þ.e.a.s. í einni og sömu kennslustund er verið að vinna að markmiðum fleiri en einnar námsgreinar t.d. læsi, stærðfræði , lífsleikni og samfélagsgreinum og því getur stundum verið flókið að skilgreina nákvæmlega tíma hverrar námsgreinar.