• Fjölmenningarlegt skóla og frístundastarf

Mikilvægt er að skólastarf í nútíma samfélagi endurspegli þann margbreytileika sem þar er að finna. 18% leikskólabarna í borginni er af erlendum uppruna. Þekking þeirra og foreldra þeirra á fjölbreyttum tungumálum og menningu er mikilvæg fyrir samfélagið allt.

Leikskólinn

Í leikskólanum er lagður grunnur að íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en um leið er mikilvægt að foreldrar fái stuðning til þess að nota og viðhalda móðurmálinu og virða menningarlegan uppruna sinn. Samtökin móðurmál styðja við foreldra og kenna fjölmörg móðurmál fyrir börn frá unga aldri.

Í leikskólunum Garðaborg er boðið upp á samveru, Gaman saman, fyrir pólskumælandi fjölskyldur, Gaman saman, einn laugardag í mánuði.

Í samstarfi við samtökin Móðurmál verður tvítyngdum börnum kennt á laugardögum í Fellaskóla og leikskólunum Ösp og Holti á skólaárinu 2013-2014.

Sjá upplýsingar fyrir foreldra um leikskólann á ýmsum tungumálum.
Á fjölmenningarvefnum  eru margar hugmyndir um það hvernig leikskólar geta unnið með margbreytileikann í leikskólanum og bætt þjónustu við alla foreldra.

Heimurinn er hér - stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf

Mannréttindastefna Reykjavíkur

Grunnskólinn

Frá árinu 2006 hefur verið ríkjandi sú stefna í Reykjavíkurborg að skólinn sé án aðgreiningar sem þýðir að öll börn eiga rétt á skólagöngu í hverfisskóla auk þess sem foreldrar eiga val um skóla í öðrum hverfum, sérúrræði eða sérskóla. Þetta á jafnt við um nemendur af erlendum uppruna sem aðra nemendur. Nokkrir skólar hafa vegna reynslu sinnar lagt sérstaka rækt við fjölmenningarlega kennsluhætti, t.d. Austurbæjarskóli, Háteigsskóli og Fellaskóli. Í slíkum skólum er unnið með viðhorf og lífsgildi út frá fjölbreytileika samfélagsins. Allir eru einstakir og allir hafa eitthvað fram að færa. Sérstaðan felst ekki einungis í hörundslit, þjóðerni eða tungumáli heldur í öllum þáttum mannlegrar fjölbreytni.

Öll börn eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í heimaskóla sínum, það á jafnt við um börn sem hafa annað móðurmál en íslensku og önnur börn. Allir skólar hafa sérstaka móttökuáætlun vegna barna með annað móðurmál en íslensku. Nokkrir skólar hafa vegna reynslu sinnar öðlast sérstaka færni í fjölmenningarlegum kennsluháttum. Það á t.d. við um AusturbæjarskólaHáteigsskóla og Fellaskóla.
Kjósi foreldrar það geta þeir sótt um skóla fyrir barn sitt utan hverfis. Benda má foreldrum á að leita sér upplýsinga og ráðgjafar i þjónustumiðstöð hverfisins.

Sjá upplýsingar fyrir foreldra um grunnskólann á ýmsum tungumálum.

Skólar geta sótt um viðbótarfjármagn vegna íslenskukennslu þessara nemenda.

Frístundastarf

Frístundamiðstöðin Tjörnin gegnir hlutverki þekkingarmiðstöðvar í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku. Meginhlutverk hennar er að vera leiðandi í málefnum er varðar frítímaþjónustu fyrir börn, ugnlinga og ungmenni af erlendum uppruna. Frístundamiðstöðin hefur gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum um mikilvægi frístustundastarfs.
Bæklingar á nokkrum tungumálum um mikilvægi frístundastarfsins.

Handbók um móttöku barna með annað móðurmál en íslensku í skipulögðu frístundastarfi.