Leikskólabarnið

Foreldrar leikskólabarna skulu gæta hagsmuna barna sinna. Þeir skulu hafa náið samráð við starfsfólk leikskóla og fylgjast með leikskólagöngu barna sinna ásamt því að veita upplýsingar sem kunna að skipta máli fyrir skólastarfið og velferð barna. Foreldrar skulu jafnframt eiga rétt á upplýsingum um leikskólastarfið og stöðu barna sinna. Eigi í hlut foreldrar sem tala ekki íslensku eða nota táknmál skal leikskólinn leitast við að tryggja þeim túlkun á upplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna samskipta foreldra og leikskóla.

Starfsfólk leikskóla skal gæta fyllstu þagmælsku um hagi barna og foreldra þeirra, sem það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna og eðli máls. Þagnarskylda helst þótt viðkomandi láti af störfum. Þagnarskylda starfsfólks leikskóla nær þó ekki til atvika sem ber að tilkynna um lögum samkvæmt en tilkynningarskylda þeirra til barnaverndaryfirvalda er ótvíræð. Skal leikskólastjóri brýna skyldur þessar fyrir starfsfólki og sérstaklega tilkynningarskyldu þess samkvæmt barnaverndarlögum.

Upplýsingar um tilkynningarskyldu á https://barn.is/.

Grunnskólabarnið

Réttindi foreldra grunnskólabarnsins felast í því að skólaganga barnsins sé í samræmi við lög um grunnskólar nr.91/ 2008 og aðalnámskrá grunnskóla.

Foreldrar eiga rétt á upplýsingum um skólastarfið og skólagöngu barna sinna. Þeir eiga að fá tækifæri til samráðs um það sem lítur að hagsmunum barna þeirra, að taka þátt í námi barna sinna og skólastarfinu almennt.

Foreldrar skulu einnig veita skólanum nauðsynlegar upplýsingar um börn sín. Sjá reglugerð um miðlun og meðferð upplýsinga um nemendur í grunnskólum og rétt foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn sín.

Foreldrar eiga rétt á því að skólinn gæti þagnarskyldu varðandi persónulegar upplýsingar sem leynt skulufara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanns og eðli máls. Þessar upplýsingar má eingöngu veitaöðrum með samþykki foreldra. Þagnarskylda nær ekki til atvika sem ber að tilkynna samkvæmt lögum.

Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna og því ber þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við börn sín og skólann.

Foreldrar bera ábyrgð á því að börn þeirra sæki skóla og skulu styðja við skólagöngu þeirra og námsframvindu. Þeir skulu stuðla að því að börn þeirra mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum.