Vellíðan barns í daggæslu veltur á góðu samstarfi og á að samskipti séu góð milli foreldra og dagforeldra. Mikilvægt er að upplýsingar um barnið séu greinargóðar, bæði í upphafi vistunar og á meðan á vistun stendur.
Mikilvægt er að upplýsa dagforeldri ef barn er fjarverandi vegna veikinda og einnig upplýsir dagforeldri foreldra um veikindi barns og/eða breytingar á líðan þess á meðan það dvelur hjá dagforeldri.  Verði breytingar á högum barns sem geta haft áhrif á líðan þess eða breytingar hjá dagforeldri (s.s. óvænt veikindi eða aðrar aðstæður) er gott upplýsingaflæði nauðsynlegt.
 
Hér fyrir neðan ræða dagforeldrar um starfið sitt og veita innsýn í daglegt líf í daggæslu í heimahúsum